Greinar | 09.March

Þöggun vinstrisinna með hjálp samfélagsmiðla

Huginn skrifar:


Eins og flestum er ljóst, geisar fjölmiðlastríð, þar sem fjölmiðlarisar virðast hafa gengið í lið með vinstri hreyfingunni.Ráðist er með hörku á menn eins og Jordan Peterson, Ben Sharpiro og Milo Yiannopoulos en þessir þrír menn eiga það sammerkt að styðja íhaldssöm gildi og vera risa stjörnur á samfélagsmiðlum eins og You tube. En þar fá þeir jafnvel ekki að vera í friði og Facebook og aðrir samfélagsmiðlar setja þá þröngar skorður.

Jafnvel stjórnvöld virðast ganga í lið með þeim sem styðja ekki tjáningarfrelsið en nýverið var Milo Yiannopoulos bannað að koma til Ástralíu á ,,grundvelli karkaters“! Rétt er að hafa í huga, hvað svo sem mönnum kann þykja um hann, hefur aldrei hvatt til ofbeldis. Hann hefur jafnvel aldrei verið handtekinn. Á sama tíma koma og fara róttækir múslimar til landsins eins og þeim sýnist. Milo Yiannopoulos er hreinlega refsað fyrir pólitískar skoðanir sínar.

Það sem er verið að gerast þvert yfir Vesturlönd er nýtt form félagslegrar stjórnunar. Það er byggt á föstu kerfi eftirlits og refsingar sem bandarísk tæknifyrirtæki hafi hjálpað til við að hanna fyrir fasíska stjórn Kína. Athugaðu málið sjálf(ur). Stígðu út fyrir línuna og þú munt finna fyrir því. Gagnrýndu Facebook opinberlega á Facebook reikningi þínum og sjáðu viðbrögðin.

Stóru samfélagstækni - fyrirtækin, svo sem Twitter, Instagram, Facebook og hvað þau heita öll, lokar fyrir samfélagsmiðilsreikningum þínum ef þú segir eitthvað óviðeigandi.

Ekki nóg með það, þú ert sviptur möguleika á tekjum eða meðhöndlun peninga, með því að bankinn þinn segir sig úr viðskipti við þig og PayPal mun ekki leyfa þér að græða peninga á netinu.

Þú ert ritskoðaður þar sem Amazon bannar bækurnar þínar. Þú getur ekki ferðast erlendis, sbr. Milo. Með öðrum orðum: Þú ert ekki lengur manneskja í tækniheiminum (sýndarveruleikanum sem er nú orðinn nánast raunveruleikinn).

Þar sem líf okkar fer mikið fram með rafrænum hætti með hjálp tölvuforrita og appa og við erum neydd til þess að nota raftækni- og samfélagstækniheiminn, þá eru við orðin félagsleg útskúfuð úr samfélagi manna ef við hlýðum ekki eða förum eftir ,,normum“. Er þetta eðlilegt og viljum við búa í heimi George Orwell sem hann lýsir svo vel í sögu sinni ,,1984“?