Greinar | 15.February

Þjóðaratkvæðisgreiðslur: Beint lýðræði

Huginn skrifar:


Þjóðaratkvæðisgreiðslur og umræðan um beint lýðræði á sér stað víða um Evrópu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti varar við hættunni sem hann telur stafa af þjóðaratkvæðagreiðslum og tekur Brexit sem dæmi. En er hann ekki á villubraut? Ein ástæðan fyrir að gulvestingar eru að mótmæla er skortur á lýðræði og ekki hlustað á áhyggjur borgara ríkisins. Ríkisstjórn Macrons hefur undanfarið þurft að glíma við mótmæli Gulu vestanna sem vilja einmitt taka upp lýðræðislegra ferli þegar ákvarðanir eru teknar til að gefa almenningi færi á að tjá sig um málefni líðandi stundar.

Macron segir að hægt sé að ljúga að fólki og fá það til að komast að ,,rangri niðurstöðu“. Hvernig getur meirihlutaákvörðun þjóðarinnar verið röng? Þá er verið að segja að þorri manna séu vitleysingar sem séu ekki treystandi. Það er hroki af verstu gerð.

Valdhafar í Evrópu eru ekki ýkja hrifnir af þjóðaratkvæðagreiðslum. Þeir hallast flestir að fulltrúalýðræði og telja að aðeins eigi að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar gera á breytingar á stjórnarskrá og kannski í einstökum öðrum tilfellum, en annars eigi að forðast þær. Fulltrúalýðræði er barn síns tíma.

Valdhafar í Evrópu eru á rangri vegferð sem eru á móti beinu lýðræði og í raun eru þeir andlýðræðissinnar.Af hverju?Jú, ef litið er á sögu lýðræðis, bæði á fornum tímum, hjá Grikkjum og Rómverjum, og svo þegar nútíma lýðræði hófst með frönsku byltingunni, þá voru báðar gerðir til af lýðræðisstjórnum. Hjá Forn-Grikkjum, sem bjuggu í borgríkjum, var næsta auðvelt að láta alla borgara ríkisins taka þátt í beinum kosningum um öll málefni og ekki nóg með það, allir borgarar þurftu að gegna embætti hjá ríkinu.Hvoru tveggja hvatti til hollustu og þátttöku í samfélaginu.

Þegar lýðræðishugmyndin var endurreist og komin á fyrir rúmum tvö hundruð árum, voru lýðræðisríkin stærri, svo sem Frakkland og Bretland og samgöngur og upplýsingaflæði hægara en í dag.Erfitt var fyrir almenning að taka beinan þátt í stjórn ríkisins.Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hraðinn í dag er svo mikill að atburðir gerast oft í beinum útsendingum og allir landsmenn geta fylgst með og tekið afstöðu.

Með tilkomu nútímatækni, svo sem tölva og farsíma og öppin sem fylgja þeim, geta borgarar greitt atkvæði sitt hvar sem er. Ef það er nógu öryggt og bankar treysta þessa tækni, sem er um mikilvægasta hlutinn, fjármuni okkar, þá er næsta einfalt að setja upp app fyrir beinar kosningar um ýmis málefni. Það geta verið íbúakosning um framkvæmdir innan sveitarfélags eða um stærri mál.

Málið er að stjórnmálaelítan vill ekki missa völd sín í hendur almennings. Ef eitthvað er, þá eru hún of áköf að afsala völd sín í hendur yfirþjóðlegs valds eins og Evrópusambandið er.Það hefur sýnt sig að vera ekki í takti við vilja almennings, má þar nefna innflytjendamál og bankamál. Með auðveldum aðgangi að upplýsingum og nýjustu tækni gefst kjörið tækifæri til að hrinda í framkvæmd beint lýðræði. Stjórnmála menn mega ekki gleyma, að íbúar hvers ríkis, eru borgarar, ekki þegnar!“ Þeim ber skylda að hlýða ákvörðun meirihluta borgara og þeir starfa í umboði kjósenda sinna.

Þess má geta að í rannsókn bandarísku stofnunarinnar Pew Institute, sem var birt í október 2017, um afstöðu Evrópubúa til lýðræðis kom fram að helmingur aðspurðra í tíu ríkjum sagðist ósáttur við hvernig lýðræðið virkar í heimalandi þeirra. Um 70 prósent aðspurðra sögðu að þjóðaratkvæðagreiðslur væru frábært verkfæri í lýðræðisríkjum.