Greinar | 29.November

Þingmenn tala tæpitungulaust

Huginn skrifar:

Fjölmiðlar eru uppfullir af frásögnum frá kráarferð nokkurra þingmanna úr þingflokkum Flokks fólksins og Miðflokksins. Málið er hið vandræðalegasta enda töluðu þingmennirnir hispurslaust um fólk og málefni. Sagt er að þingfólkið hafi verið við skál og talað óformlega sín á milli. Hér verða ekki varin einstök ummæli enda verða menn að standa við sín orð og lifa.

Tvennt vekur athygli. Í fyrsta lagi gauragangurinn í sumum fjölmiðlum vegna þessa máls og hins vegar að sá alvarleiki að taka upp samtöl fólks í litlum hópi sem er að skemmta sér grunlaust um að það sé verið að njósna um það.

Sá yðar er syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Hver kannast ekki við að fólk hagi sér kjánalega við drykkju áfengis og segi ýmislegt sem ekki er ætlað fyrir opinberan vettvang? Að þurfa að ,,pústa“ og segja sína skoðun án þess að öll þjóðin fylgis með? Hver hefur ekki sagt eitthvað óviðureigandi um annað fólk? Allir mætti ætla.

Þetta mál er því stormur í vatnsglasi og notað í pólitískum tilgangi. Ekki gleyma því. Enn alvarlegri er trúnaðarbresturinn eða hreinlega lögbrotið að taka upp samræður fólks án leyfis þess. Ætla mætti að Persónuvernd yrði ekki hlynnt slíkum vinnubrögðum. En stóra spurningin er: Hver lak þessum upplýsingum eða hleraði samræðurnar?