Greinar | 12.June

Svíar kalla út varalið hersins


Huginn skrifar:

Á vef Pressunar er athyglisverð grein eftir Kristján Kristjánsson blaðamann en í henni fjallar hann um sænska heimavarnarliðið sem telst um 22.000 manns, að það hafi um daginn verið kalla út í fyrsta sinn í 43 ár.

Um var að ræða allsherjarútkall þar sem allir þeir sem hefðu tök á voru beðnir um að mæta til stöðva sinna til að sinna ákveðnum verkefnum.

Um æfingu var að ræða en heimavarnarliðið sér aðallega um að vernda ákveðna staði og vakta þá. Þetta er gert til að létta undir með hernum sem á að sjá um varnir landsins.

Í greininni er dregin sú ályktun að á ,,...bak við æfinguna er nokkur alvara því Svíar finna til sívaxandi óöryggis vegna hegðunar Rússa við Eystrasalt og því hafa þeir endurmetið viðbúnað sinn. Þar á meðal var nýlega dreift bæklingi inn á öll heimili landsins þar sem gefin eru góð ráð um hvernig á að bregðast við stríðsátökum eða öðrum hörmungum.“

Þessi skýring er góð og gild en varalið hersins er ekki einungis hugsað sem varnarlið gegn erlendu innrásarliði, heldur einnig til að hjálpa til við að halda uppi lögum og reglu innan Svíþjóðar.

Af Svíþjóðinni berast reglulegar fréttir af glæpalýð sem veður uppi, meintu heimsmeti í nauðgunum, morðum og byssubardögum en Svíþjóð var áður annálað friðsemdar samfélag og fyrirmynd annarra ríkja sem friðsamt velferðasamfélag. Fréttir berast reglulega af lögreglu í vanda og jafnvel berast fréttir af árásum á lögreglustöðvar og lögreglumenn almennt. Ákall hefur verið um að herinn stígi inn í og hjálpi til, enda lögregluliðið fámennt og ræður lítt við ástandið.

Sá grunur leitar á hugann að ef til vill var annar tilgangur með þessu allsherjarútkalli, að nota varaliðið sem öryggishemil vegna innanlandsástandið og þjálfa þær sem hjálparsveitir lögreglunnar ef á þarf að halda. Eins og ástandið er í dag, virðist stafa meiri hætta af innanlandserjum og átökum en að rússneski björninn fái allt í einu áhuga á Svíþjóð sem hann hefur látið í friði síðan Pétur mikli Rússlandskeisari var og hét fyrir um 300 árum.