Greinar | 08.April

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ganga of langt í umferðaöryggisvörnum?

Þeir sem ferðast um höfuðborgarsvæðið á farartækjum sínum kannast við að margar hindranir geta leynst á leiðinni en það sem kemur mest á óvart er að þær eru flestar af mannavöldum.

Vinsælasta aðferðin er að setja upp hraðahindrun er upphækkun á vegi en hún er þar sem götuyfirborði er lyft upp í hæð gangstéttar/stígs, eða þar um bil, t.d. við gönguþveranir eða á gatnamótum. Þetta er mjög áhrifamikil aðferð til að ná niður hraða en helsti gallinn er að hún eyðileggur hjólabúnað bifreiða og þar sem hún hægir svo á umferð, þá myndast meiri mengun og eldsneytiseyðsla. Annar er að sumar þessara upphækkana eru svo illa farnar, að jafnvel þótt ökumenn hægi alveg á sér, stoppi og renni sig svo varlega yfir, þá reyndir það á bæði bíl og farþega. Jafnvel er dæmi um að bakveikt fólk fái í bakið.

Óskiljanlegt er að þessi hraðahindrun er oft notuð með öðrum hindrunum á sama tíma. það er eins og vera með bæði belti og axlarbönd samtímis. Dæmi um slíkt er þegar vinkill er settur á götuna og í hann er sett upphækkuð ,,bóla“, þannig að alveg sama hvernig ökumaðurinn keyrir, hann sleppur ekki við að þeytast upp í loftið. Þetta er sérstaklega hættulegt fyrir ökumenn bifhjóla sem segja að ómögulegt er að fara yfir bólurnar og þeir jafnvel missi stjórn á bifhjólunum.

Miðeyjur eru víða en miðey er eyja á miðri götu sem skilur að akstursstefnur. Miðeyja í gönguþverun veitir gangandi umferð skjól á leið sinni yfir götuna og hægir á akandi umferð. Ekkert athugavert er hægt að setja útá miðeyjurnar enda hindra þær ekki umferð bifreiða.

Gönguþverun er vinsælt að setja við gatnamót sem er alveg óskiljanlegt, því að getur hindrað ökumann frá að forða sér hratt frá hugsanlegum árekstri.Þetta virkar eins og upphækkunin, er hamlandi á umferðaflæði en þess má geta að gönguþverun ers taður þar sem gert er ráð fyrir að gangandi og hjólandi vegfarendur komist yfir götu. Þar sem eru kantsteinar eru þeir lækkaðir niður í götuhæð eða gönguleið yfir götu hækkuð upp með upphækkun sem er algengari leið. Verst er að þessi aðferð er helst notuð við gatnamót þar lítið má út af bregða.

Gangbrautarljós er góð leið fyrir gangandi vegfarendur en sveitarfélög ættu alvarlega að íhuga hvort ekki sé betra að staðsetja undirgöng eða göngubrýr þar sem stutt er í skóla. Gönguljósin gera sitt gagn en jafnvel þótt þau séu til staðar, verða slys þar, líkt og tíðrætt er um í vetur varðandi gönguljós á Hringbraut í Reykjavík. Það er óskiljanlegt að borgaryfirvöld skuli hafa gönguljós á aðalstofnbraut borgarinnar, þ.e.a.s. Hringbraut og Miklubraut. Undirgöng kosta pening, en dýrara er stöðva þúsundir farartækja á hverjum degi, svo að einstaka gangandi vegfarandi komist yfir. Stundum þurfa allt að hundruð manna að stöðva vegna eins einstaklings sem notar gönguljós.

Stundum er gatan mjókkuð við upphækkun, þannig að aðeins eitt farartæki kemst yfir hraðahindrunina í einu. Þetta skapar oft misskilning um hver eigi að réttinn að fara yfir á undan og stundum hending að ekki verði slys. Skilti eru sett á mjókkumina og stundum ná ökumenn ekki að stöðva sig, t.d. vegna hálku og keyra yfir skiltin. Af hverju er veghaldarinn að skapa vísvísandi hættu með þessu móti? Er ekki nóg að vera með upphækkun?

Hringtorg eru notuð til að stýra umferð en fjöldi þeirra getur farið fram úr hófi, eins og sjá má á Völlunum í Hafnarfirði. Þar liggja hringtorgin í röð og ökumenn stöðugt að taka beygju.Þetta kemur ef til í veg að bílar sem þvera veginn aki í veg fyrir gagnstæða umferð, en spurningin er hvort umferðin þarna sé nægjanlega mikil, til að slík hindrun á för ökumanna réttlæti sig?

Hraðahindranir skipta hundruð og jafnvel þúsunda á höfuðborgarsvæðinu. Ef til vill má fækka þeim, til dæmis þegar aðeins eru tugir metrar á milli hraðahindranna. Ökumenn ná aldrei upp hraða hvort sem er. Það hlýtur að vera til leiðir til að stjórna umferðahraða án þess að skapa mengun, eyðileggja farartæki og tefja för vegfarenda.