Greinar | 30.September

Sunnudagspistill: Vinstrið er samt við sig, líka í Bandaríkjunum

Það hefur auðvitað oft gerst í einstökum málum að ekki var kosið nákvæmlega eftir flokkslínum á bandaríkjaþingi. Þá var stundum en lengi vel þannig í Bandaríkjunum að ekki var alltaf hægt að sjá mikinn mun á íhaldssömum demókrötum og svo repúblikönum, en almennt sjaldnar að repúblikanar færu yfir á vinstri hliðina oftast vegna ágreiningsins um skattamál og stöðu valdstjórnarinnar í Washington DC, en demókratar hafa lengi verið hliðhollir stóru og valdamiklu ríkisapparati. Nú er tíðin þannig að það er orðinn sívaxandi munur á flokkunum tveimur. Demókrataflokkurinn hefur færst mjög til vinstri og hefur tekið sífellt meira upp á sína arma pópúlistískan líberalisma, stuðning við alþjóðahyggjuna og við stórfyrirtækin sem borga í kosningasjóðina og stuðning við sem næsta óhefta fólksflutninga landa á milli, á meðan að repúblikanaflokkurinn stendur enn með íhaldssömum viðhorfum, þ.e. kristnum siðum og viðhorfum upplýsingarinnar og land byggt á lögum í anda stofnenda ríkisins, frelsi og umhyggju fyrir almenningi. Þetta er ekki ósvipað því sem að gerst hefur í Evrópu þar sem að vinstri flokkarnar standa fyrir sömu hugmyndum og hafa þannig gleymt uppruna sínum og stuðningnum við verkalýðsbaráttu í stað menntaklíkna og háskólaelítu svo sem nú er. Hægri flokkarnir eru meira enn samir við sig, en stuðningur þeirra við litla manninn er meira áberandi en áður einkum vegna breytinga á áherslum vinstrisins, sem oft kæfðu þessa hlið hægri manna með offorsi og áróðri svo sem þeirra er siðurinn.

Höfundur hefur undanfarið fylgst náið með yfirherslum dómsmáldeildar öldungadeildar bandaríkjaþings yfir Brett Kavanaugh dómara, sem Donald Trump bandaríkjaforseti útnefndi til embættis hæstaréttardómara, en öldungadeildin þarf að samþykkja gildi slíkra útnefninga. Fyrst var það af forvitni en færðist sífellt meira yfir í undrum yfir að sjá og heyra að af hálfu demókrata var ekki verið að gaumgæfa um hæfni mannsins til þess að tryggja skipun hæfs dómara, heldur til þess að gera allt til þess að fella útnefninguna.

Brett Kavanaugh hefur algjörlega óflekkaðan starfsferil yfir langan tíma í ábyrgðarmiklum störfum fyrir bandaríska ríkið og þykir óvenju hæfur og vel að sér. Það kom hins vegar strax í ljós að demókratar ætluðu sér að fella manninn sama hvað og lýstu frammámenn þeirra því meira að segja yfir og það strax og áður en að rannsóknaryfirheyrslurnar hófust. Hatur þeirra á Donald Trump er slíkt að reyna á að koma í veg fyrir allt sem frá honum kemur eða að honum lítur. Sama hvað.

Þegar að lokum yfirheyrslnanna dró birtu demókratar leynivopn sitt, sem að er ásökun konu nokkurrar um að Kavanaugh hafi fyrir 36 árum síðan, hann þá 17 ára og hún 15, káfað kynferðislega upp á konuna. Einhver „lak“ málinu svo til fjölmiðla til þess að blása það nógu mikið upp. Konan vissi ekki í hvaða húsi þetta á að hafa gerst, en var alveg viss um að það hafi verið Kanavaugh sem var þar á ferðinni ásamt með vini hans, sem vinurinn hins vegar staðfastlega neitar og besta vinkona konunnar sem á að hafa verið í sama húsi kannast ekkert við Kavanaugh. Kavanaugh lýsti því þegar yfir að hann væri al saklaus af ásökuninni og fékk m.a. karakterstuðning tuga kvenna sem höfðu unnið með honum í geng um árin. Þá hélt Kavanaugh dagbók frá unga aldri og í færslum frá þeim tíma sem að atvikið á að hafa átt sér stað kemur fram að hann var víðs fjarri þ.e. ekki einu sinni í bænum. Plássið leyfir ekki að farið sé út á allan þennan ótrúlega farsa hér, en áhugasamir geta séð þetta allt á youtube.

Nú hefur dómsmáldeildin í dag, föstudag, samþykkt að senda málið yfir í öldungadeildina sjálfa til endanlegrar kosningar um málið, en allir demókratarnir voru á móti. Það var ótrúlegt að hlusta á langorða og sjálfumglaða þingmenn demókrata tala fjálglega um hve þeir vorkenndu konunni, sem að má auðvitað gera við leiksoppinn, en efasemdum um Kavenaugh var ætíð bætt við. Það sem sló höfund mest er það að dæma mann út frá ósönnuðum munnlegum áburði einum saman, furðulegt af löggjöfum vegna þess að lögin segja að menn séu saklausir þangað til sekt sé að fullu sönnuð. Engu skipti að líf og orðstír mannsins væru eyðilögð vegna þess að pólitíkin krafðist þess. Framferði demókrata veltir einnig upp spurningunni um hvort nokkur maður vilji leggja það á sig í framtíðinni að taka við ábyrgðarmiklum embættum ef að það á að kosta annað eins og Brett Kavabaugh hefur þurft að þola.

Það sem að hangir m.a. á spítunni hjá demókrötum er að reyna að koma í veg fyrir að íhaldssamur dómari nái sæti í hæstarétti og hið minnsta að ná að fresta útnefningunni fram yfir kosningarnar 2020 þegar að þeir vonast til að ná meirihluta í öldungadeildinni og hafna Trump og Kavenaugh þá. Svokallaðir íhaldssamir dómarar eru þeir sem að vilja láta lögin ráða för og dæma eftir lagabókstafnum og dómsvenjum, enda sé það verkefni lögfræðinnar og dómagerðar og það sem hægt sé að styðjast við. Demókratar vilja hins vegar að dómarar dæmi samkvæmt því sem best þykir hverju sinni, en það þýðir í raun að pópúlískt almenningsálit og uppblásinn og æstur dómstóll götunnar eiga að taka við af sið og lögum. Vinstri sinnar hér heima eru af ekki ósvipuðu sauðahúsi, en þeir tala um að stjórnarskrá Íslands eigi að vera „lifandi plagg“ og vilja breyta henni og að auðvelt verði að breyta henni frekar svo hægt sé að gera svo til hvað sem er þegar að það hentar þeim pólitískt. Það er þannig ljóst að ráðið sem kemur m.a. fram í Hávamálum um að með lögum skuli land byggja sé nú lítt í heiðri haft af hálfu vinstrisins beggja vegna Atlantsála, nema þá auðvitað ef og þegar það hentar.