Greinar | 30.July

Stríðið í Sýrlandi; upphaf og endir?


Huginn skrifar:

Nú hefur stríðið í Sýrlandi staðið í meir en sex ár. Það hófst árið 2011 þegar svo nefnda arabíska vorið náði til landsins en áður hafði leiðtogi Túnis, Zine El Abidine Ben Ali og Hosni Mubarak Egyptalandsforseti misst völdin vegna þess. Aðrir áttu eftir að falla, eins og Muammar Gadafi leiðtoga Lýbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum. Áætlað er að meira en 465.000 Sýrlendingar hafa látist í átökunum og meira en milljón manns særst. Tólf milljónir Sýrlendinga af 24 milljónum samtals, hafa þurft að yfirgefa heimili sín og nokkrum skolað upp að Íslandsströndum.

Átökin í Sýrlandi virtust saklauslegt í upphafi en í marsmánuði 2011 hófust friðsöm mótmæli. Kornið sem fyllti mælirinn og breytti mótmælunum í vopnuð átök var ef til vill handtaka 15 drengja fyrir veggjakrot sem var til stuðnings arabíska vorinu. Einn af drengjunum, hinn 13 ára gamli Hamza al-Khateeb, var drepinn eftir að gengið í gegnum hrottalegar misþyrmingar.

Sýrlenska ríkisstjórnin undir forystu Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, brást harkalega við mótmælin og drap hundruð mótmælenda og fangelsaði enn fleiri, því að þeir sáu hvað gerðist í þeim löndum sem arabíska vorið hafði komið til. Í júlímánuði 2011, söfnuðust liðshlaupar úr sýrlenska hernum saman og mynduðu uppreisnarher sem hlaut heitið Sýrlenski frelsisherinn (e. Free Syrian Army), með það markmið að kollvarpa Sýrlandsstjórn. Upp úr því tók atburðarrásin að líkjast meir borgarastyrjöld en róstur og mótmæli.

Hvað olli uppreisninni?

Undirliggjandi ástæður fyrir óánægjunni var skortur á frelsi og efnahagslegur skort sem jók gremju almennings gagnvart Sýrlandsstjórn og braust út í opinbera reiði þegar stjórnvöld tóku harkalega á mótmælendum. Árangursrík uppreisnir í Túnis og Egyptalandi ýtti undir og gaf sýrlenskum aðgerðasinnum von um breytingar. Margar íslamistahreyfingar voru einnig mjög á móti stjórn Assads.

Árið 1982 hafði faðir Assads, Hafez al-Assad, skipað fyrir blóðugar árásir á Múslimska bræðralagið í borginni Hama, sem leiddi til þess að um tíu til fjórtán þúsund manns féllu. Borgin var ein rúst eftir átökin.

Þótt átökin hafi upphaflega ekki verið bundin neinum sérstökum trúar- eða stjórnmálahreyfingum, urðu fljótlega til margar og ólíkar hreyfingar, bæði trúarlegar og stjórnmálalega sem vildu ná sínu fram. Minnihlutatrúflokkar vildu áframhaldandi skjól af ríkisstjórn Assads á meðan meirihluti andstæðinga hans komu úr röðum súnní múslima. Flestir Sýrlendingar eru súnní múslimar en flestir meðlimir öryggis- og herstofnana ríkisins koma frá minnihlutahóp Alavíta (e Alawite) sem Assad er meðlimur í.

Hvers vegna styður Íran ríkisstjórn al-Assad?

Hin margbreytilega skipting sýrlensku þjóðarinnar í minnihlutahópa ýmis konar, má einnig sjá hjá nágrannaþjóðunum. Þær höfðu því og hafa enn miklar áhyggjur hvernig mál þróast í Sýrlandi. Íranir er sítar að meirihluta og súnní múslimar hafa og eru helstu óvinir þeirra. Þeir slógust því lið með Assad. Þeir höfðu einnig áhyggjur að átökin myndu breiðast út til Íran.

Jafnvel hlýnun jarðar spilar hér einnig sitt hlutverk en Sýrland gekk í gegnum mörg þurrkatímabil á árunum 2007-10 og leiddi til þess að hátt í tvær milljónir manna flúðu úr sveitum landsins til borgana og jók þar með félagslegan óstöðugleika og fátækt.

Erlend afskipti

Erlendur stuðningur og opinber afskipti hafa gegnt miklu hlutverki í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Alþjóðlegt bandalag undir forystu Bandaríkjanna hefur ráðist á svo kallað Íslamska ríkið í Írak og ISIL (betur þekkt sem ISIS) og gert árásir á skotmörk á yfirráðasvæðum þeirra allar götur síðan 2014.

Bandaríkjamenn hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sína við ríkisstjórn Assads en undir forystu Barack Obama Bandaríkjaforseta, hafa þeir hikað við að fara út í stórfelld átök. Þeir hafa aðeins notað sérsveitir, dróna og loftárásir. Jafnvel eftir efnavopnaárásirnar 2014 sem sýrlensk stjórn eru sögð hafa staðið bakvið og Obama sagði að væri ,,rauða línan“ sem Bandaríkjamenn drægu og myndi hvetja til inngripa þeirra. Lítið var gert. Eftir efnavopnaárásina í byrjun apríl 2017, bráðst hins vegna ný ríkisstjórn Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trumps, hart við og gerði árás þann 7. apríl á sýrlenskan flugvöll en þaðan áttu meinar árásir sýrlenska flughersins á Khan Sheikhoun hafa hafist. Engar frekari árásir voru gerðar og virðist árásin því verið hugsuð sem viðvörun um hvar ,,rauða línan“ lægi og frekari árásum heitið ef framhald verði á efnavopnaárásum.

Í októbermánuði 2015 endurskoðaði Bandaríkjastjórn hið umdeila áætlun sína um að þjálfa sýrlenska uppreisnamenn þegar í ljós kom að hún hafi eytt 500 milljónum dollara en aðeins þjálfað sextíu bardagamenn.

Í febrúarmánuði 2017 frysti CIA frekari fjármögnun og birgðastuðning til uppreisnahópa í norðurhluta Sýrlands en samkvæmt heimildum Frelsishers Sýrlands, var fjármögnunin haldin áfram að nokkru leyti á seinni hluta marsmánaðar.

Rússar hófu í septembermánuði 2015 sprengjuárásaherferð gegn þeim sem þeir kölluðu ,,hryðjuverkahópa“ í Sýrlandi. Þar á meðal voru ISIL liðar sem og ýmis konar uppreisnarhópar sem vestræn ríki studdu. Rússar hafa einnig látið í té hernaðarsérfræðinga og sérsveitamenn til að hjálpa við varnir sýrlenska stjórnarhersins. Í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa Rússar neitað átta kjörum ályktunum um Sýrlandi, en Kína neitaði sex ályktanir.

Nokkur Arabaríki, Tyrkland meðtalið, hafa útvegað vopn og búnað til uppreisnahópa í Sýrlandi. Í Íran og Írak eru Sjía múslimar í meirihluta og ríkisstjórnir þessara ríkja styðja Assad. Það gera einnig Hezbollah samtökin í Líbanon. Á sama tíma styðja súnnímúslimaríkin, Tyrkland, Qutar, Sádi-Arabía og önnur ríki, uppreisnarhópana.

Tyrkneskar hersveitir og sérsveitir sem styðja við Frelsisher Sýrlands, hófu hernaðaraðgerðina ,,skjöldur Eratat“ í ágústmánuði 2016 gegn ISIL, til þess að frelsa hernaðarlegu mikilvægu borgina Jarablus við landamæri Tyrklands og stöðva sókn herliðs Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld óttast mjög hinn stóra minnihluta Kúrda í landi sínu og óttast að aukið sjálfræði þeirra í nágrannaríkinu Sýrland, geti smitað út frá sér og leitt til uppreisnar eða sjálfræði í Tyrklandi.

Í marsmánuði 2017, stöðvuðu tyrknesk stjórnvöld hernaðaraðgerðina ,,skjöldur Eratat“ en forsætisráðann Binali Yildirim gaf í skyn að það gæti orðið framhald á þessum aðgerðum.

Uppreisnarhóparnir

Síðan Frelsisher Sýrlands var myndaður árið 2011, hafa margir nýir uppreisnarhópar bæst við í átökin í Sýrlandi, þar á meðal ISIL, Jabhat Fateh al-Sham, Hezboolah sem Íran er bakvið og sýrlensku lýðræðisöflin (Syrian Democratic Forces (SDF)) sem kúrdísku sjálfstæðissamtökin ,,Kúrdísku alþýðuvarnarsveitirnar“ (e. Kurdish People's Protection Units (YPG)) leiða.

Sýrlenski frelsisherinn hefur veikst mjög eftir því sem liðið hefur á stríðið, á sama tíma sem samtök eins og al-Nursa Front hafa vaxið ásmeginn. Leiðtogi al-Nursa Front, Abu Mohamed al-Joulani, tilkynnti árið 2016 að hreyfing hans myndi skipta um nafn, í Jabhat Fateh al-Sham, eða í lauslegri þýðingu ,,Frelsisfylking fyrir al-Sham (e. The Front for liberation of al-Sham) og slitið öll tengsl við al-Qaeda.

ISIL urðu til í norður og austurhluta Sýrlands árið 2013 eftir að hafa tekið yfir stóran hluta Íraks. Hópurinn var fljótlega þekktur á alþjóða vettvangi fyrir villimennsku og hrottafengnar aftökur og notkun fjölmiðla við útbreiðslu boðskapar síns og sýningu á aftökum. Stórhluti ISIL manna koma hvaðanæva úr heiminum og er Evrópa þar með talin.

Kúrdískir hópar í norðurhluta Sýrlands sækjast eftir sjálfsstjórn á svæðum þeim sem þeir byggja.

Líbanskir meðlimir Hezbollah berjast við hlið hermanna Assads sem og íranskir og afganskir bardagamenn.

Í desembermánuði 2016, tilkynnti sýrlenski herinn að borgin Aleppo hafi verið að fullu tekin til baka frá uppreisnarmönnum og er þetta stærsti sigur ríkisstjórnarinnar í sex ára sögu borgarastyrjaldarinnar.

Sýrlenskar hersveitir ríkisstjórnarinnar eru taldar hafa beitt efnavopnum á hverfi uppreisnamanna í Aleppo síðustu vikur orrustunnar um borgina, og drepið að minnsta kosti níu manns og sært hundruð annara samkvæmt heimildum Human Right Watch.

Síðan hersveitir Assads endurheimtu Aleppo, hefur nýtt bandalag uppreisnasveita í norðurhluta Sýrlands verið myndað með það markmið að styrkja stjórn sína á Idlib sem er hérað vestur af Aleppo og hluti Latakia héraðsins að sögn foringja í FSA.

Nokkrar umferðir af friðarviðræðum stríðanda aðila hafa ekki enn tekist að stöðva átökin. Sýrlandsstjórn og andstöðuhópar hafa samþykkt a.m.k. 12 brottflutningaáætlanir en þessar brottflutningaáætlanir leyfa andstæðingana að yfirgefa umsetnar borgir og bæi sem stjórnarherinn situr um í Norður-Sýrlandi.

Uppreisnarhóparnir hafa stritast við að ná völdum án árangur og berjast oft innbyrgðis. Átökin hafa einstaka sinnum borist yfir landamærin til Líbanon og gert flókið stjórnmálaástand þar enn ótryggara.

Staðan í dag

Meint efnavopnaárás sem drap að minnsta kosti áttatíu óbreytta borgara í borginni Khan Sheikhoun, í Idlib héraði og uppreisnarliðar halda, er nú verið að rannsaka af Sameinuðu þjóðunum sem stríðsglæpur. Bashar al-Assad segir að sá atburður sé falslega kenndur ríkisstjórninni, í því skyni að réttlæta afskipti Bandaríkjahers af ástandinu.

Þrátt fyrir að 1.300 tonn af taugagasiðnu sarin hafi verið fjarlægt úr Sýrlandi, hafa efnavopn verið endurtekin neðanmálsgrein í blóðugri frásögn borgarastyrjaldar Sýrlands.

Í nýjusta brottflutningssamningi milli uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar voru yfir 110 manns drepnir í árásum sem varða brottflutningsflutningalestir rúta frá bæjunum Foua og Kefray sem uppreisnarmenn halda í Idlib héraði.

Í marsmánuði, hefur bandalag uppreisnamanna sem njóta stuðnings Bandaríkjanna haldið fram að það hafi byrjað nýjan áfanga herferðar sinnar gegn ISIL í Ragga í norðurhluta Sýrlands, með það að markmið að ljúka við að umkringja hana og slíta í sundur veginn sem liggur að víðstöð ISIL í Deir Az Zor héraðinu.

Í marsmánuði gerðist það einnig að bardagar í kringum höfuðborgina Damascus hafa aukist eftir óvæntar árásir uppreisnamanna í norðausturhluta borgarinnar. Sameinuðu þjóðirnar segja að bardagarnir í kringum höfuðborgina hafi útilokað um þrjú hundruð þúsunda manna frá mannúðaraðstoðar og hlé þurfi að gera á átökin til að gera björgunar- og aðstoðarbílalestir kleift að komast á svæðið.

Í viðbót við Aleppo, stjórnar Sýrlendisstjórn nú höfuðborginni, Damaskus, hluta Suður-Sýrlands og Deir Az Zor svæðisins, mikið af svæðinu nálægt Sýrlandi og Líbanon, og norðvesturströndina. Uppreisnarmenn, ISIL og Kúrdískir sveitir stjórna restina af landinu en mikið af landinu er eyðimörk ein. Stjórn borgarana skiptir veigamiklu máli hver ber sigur úr býtum.

Sýrlandsstríðið hefur skapað djúpstæðan vanda langt út fyrir landamæri landsins. Líbanon, Tyrkland og Jórdanía hafa tekið við meirihluta sífellt vaxandi fjölda sérlenskra flóttamanna, en margir þeirra hafa reynt að ferðast áfram til Evrópu til að leita að betri skilyrðum. Óljóst er hver stór hluti þeirra hundruðu eða milljóna flóttamanna sem streymt hafa til Evrópu eru raunverulegir flóttamenn og eða koma frá Sýrlandi. Sumir þessara flóttamann hafa komist alla leið til Íslands í boði íslenskra stjórnvalda. Í ljós á eftir að koma hvort þeir aðlagast íslenskt samfélag og siðmenningu.

Heimildir: Wikipedia, Aljazeera og BBC.