Greinar | 09.September

Samfélagskreppan í Venesúela - hvað er á bakvið óróann í landinu?

Huginn skrifar:

Eins og flestir vita sem hafa fylgst með fréttum fjölmiðla undanfarin misseri, hefur ríkt stjórnarkreppa í landinu um allangt skeið. Átök og ágreiningur er milli stjórnvalda og stjórnarandstöðu og báðir aðilar saka hinn um að reyna valdarán.

Alda mótmæla gegn stjórnvöldum hefur riðið yfir og fjöldi manna hafa látið lífið í þessum mótmælaaðgerðum. Lítum nánar á hvað veldur og hvaða vandamál blasa við Venesúela og forseta landsins, Nicolas Maduro.


Af hverju er Venesúela svona skipt?

Venesúela skiptist milli tveggja meginhópa, svo kallaða Chavistas, sem er nafnið sem er gefið áhangendum vinstrimannsins Hugo Chavez sem var forseti landsins en er nú látinn og þeirra sem geta ekki beðið eftir að valdatíð flokks hans Hins sameinaða sósíalistaflokk (PSUV) renni sitt skeið eftir 18 ára valdasetu.

Sósíalistaleiðtoginn Chaves lést árið 2013 og náinn samverkamaður hans í PSUV, Nicolas Maduro, tók þá við forsetaembættinu. Hann hét því að framfylgja stefnu Chaves í hvívetna.

Stuðningsmannahópur þessara tveggja leiðtoga lofa þá fyrir nota olíuauðinn til að jafna út misrétti og draga marga Venesúelabúa upp úr fátækt.

En stjórnarandstaðan segir að síðan PSUV kom til valda árið 1999, hafi sósíalistaflokkurinn rústað stofnanir landsins og hafi það leitt til kreppuástands.

Á móti ásaka Chavistar stjórnarandstöðuna um verða yfirstéttasinnaða og arðræna fátæka íbúa landsins í eigin þágu. Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eiga einnig að vera á mála hjá Bandaríkjunum, land sem Venesúela hefur átt í erfðu sambandi við síðastliðin misseri.


Af hverju hafa vinsældir Maduro dvínað?

Maduro hefur ekki sömu persónutöfra og Chavis hafði og ekki getað fylgt fólk almennt bakvið sig. Stjórn hans hefur einnig þurft að eiga við lækkandi olíuverð og afskipti ríkisstjórnar hans af olíuiðnaðinum hefur leitt til spillingar og minnkandi olíuframleiðslu.

Olía reiknast sem um 95% af útflutningstekjum Venesúela og var notuð til að fjármagna nokkur af ríkulegum verkefnum ríkisstjórnarinnar í félagsmálefnum, sem samkvæmt opinberum tölum hafa veitt meira en einni milljón fátækum Venesúelabúum heimili. Skortur á olíutekjum hefur hins vegar neytt stjórnvöldum til að draga úr félagslegum verkefnum sínum, sem leiðir til rofs á stuðningi meðal kjarna stuðningsmanna þeirra.


Ef deilurnar eru gamlar, hvað var það sem leiddi til þess að þær blossuðu upp á nýju?

Margir einstakir atburðir hafa leitt til eins og aukið spennuna í landinu milli stjórnar og stjórnarandstöðu en einnig til átaka á götum úti.

Lykilatriði í þessu sambandi var óvænt tilkynning Hæstaréttar landsins þann 29. mars að hann ætlaði að taka yfir völd stjórnarandstöðunnar á þingi landsins.

Stjórnarandstaðan sagði að úrskurðurinn hafi dregið úr aðskilnaði valdsins í landinu og tekið skref nær til einræðisstjórnar undir forystu forsætisráðherrans, Nicolas Maduro.

Dómstóllinn hélt því fram að þingið hefði hafnað fyrri úrskurði Hæstaréttar og það hefði því verið höfnun á valdi dómstólsins og hann því neyðst til að grípa til þessara ráða.

Þó að Hæstiréttur hafi snúið úrskurði sínum við, aðeins þremur dögum síðar, dró ekki úr vantrausti á hæstarétti og ef eitthvað er, hefur vantrú almennings aukist.

Hvað vill stjórnarandstaðan?

Hún er með fjórar meginkröfur:

- Visa hæstaréttardómurum úr starfi sem úrskurðuðu dóminn frá 29 mars.
- Almennar kosningar árið 2017
- Búa til "mannúðarleið" til að leyfa lyfjainnflutning til að bregðast við alvarlegum skorti á lyfjum í Venesúela
- Leysa alla pólitíska fanga úr haldi.

Hvers vegna er talað um stjórnlagaþing?

Maduro forseti stóð frammi fyrir næstum daglegum mótmælum og fannst honum þetta líklegasta leiðin til að treysta völd sín.

Hann var ekki tilbúinn að gefa upp kröfu stjórnarandstöðunnar um snemmbúnar forsetakosningar, en hann valdi þess í stað að tilkynna um stofnun stjórnlagaþings.

Maduro forseti segir að stjórnarandstaðan sé að reyna að útrýma réttkjörnum stjórnvöldum og völdum sínum á ólögmætan hátt og segir að vandamál landsins sé ,,efnahagsstríð“ sem sé háð gegn honum.

Hann heldur því fram að ný stjórnarskrá muni gera stjórnarandstöðuna óvirka og sigra "valdaránsplottara" og stuðla þannig að friði í Venesúela.

Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa fordæmt aðferðina sem tilraun forseta Maduro til að hámarka völd sín og halda sér lengur við stjórnvöl.

Þeir halda því fram að ferlið við að setja upp stjórnlagaþing og búa til nýja stjórnarskrá myndi nánast leiða til þess að svæðisbundnar kosningar verði haldnir á þessu ári og forsetakosningarnar sem voru fyrirhugaðar fyrir desember 2018 yrðu frestað.

Þeir óttast einnig að stjórnlagaþingið myndi frekar veikja þjóðþingið, sem nú er undir forystu stjórnarandstöðunnar í Venesúela.

Julio Borges, leiðtogi stjórnlagaþingsins, kallaði stjórnarandstæðingana ,,óþekktaranga“ og væru þeir að blekkja Venesúelabúa með kerfi sem er ekkert annað en að koma á valdaráni í Venesúela".

Heimild: http://www.bbc.com/news/world-latin-america-36319877

2017, BBC news