RÚV háð auglýsendum og dagskrágerðin eftir því

Mikið hefur verið skrifað um fréttastofu RÚV og sitt sýnist hverjum. Mörgum finnst hún halla of mikið til vinstri og sé hætt að gæta hlutleysis í veigamiklum málum. Annað mál sem er jafn umdeilt og hefur fengið töluverða umfjöllun og gagnrýni og það er sterk stað fjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þess ber hér í framhjáhaldi að nýr útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, er mótfallinn því að fjölmiðillinn verði tekinn af auglýsingamarkaði.

Það er ekki eins og það sé skorið við trog fjárframlög til stofnuninnar, því að nefskattur er á landsmenn og þeir neyddir nauðugir til að greiða til stofnuninnar háar upphæðir árlega. Fyrir sum heimili, eru þetta háar greiðslur, sérstaklega þar sem fullorðnir á heimilinu eru kannski orðnir þrír eða fleiri og enginn þeirra hefur áhuga á dagskrá miðilsins. 

RÚV fær  hátt í 5- 6 sex milljarða á ári í tekjur, bæði í formi innheimtu nefskatts og auglýsingatekna. Til samanburðar og til að setja þetta í samhengi, var áætlað að veita rúma 4,3 milljarða króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar, samkvæmt fjárlögum 2017.  Landhelgisgæslan hefur eins og kunnugt er, verðið fjársvelt um árabil og væri ánægð að fá sömu tekjur og RÚV.

„Staða RÚV á auglýsingamarkaði hefur áhrif á allt sem RÚV gerir og það má færa rök fyrir því að á meðan RÚV er drifið áfram af auglýsingatekjum sé stofnunin ekki að leggja höfuðáherslu á grunnskyldur stofnunarinnar,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn hf í viðtali hjá Vísi í dag. 

Hverjar eru grunnskyldur stofnuninnar? Jú, fyrst og fremst að leggja áherslu á innlenda dagskrágerð og vera nokkuð konar öryggisventill á hættutímum.  Lítum á það síðara fyrst, enda fljót afgreitt.  Í ljósi fjölmiðla- og tæknibyltingu síðustu áratuga hefur þetta engin rök við að styðjast. Fáir hlusta á ríkisfjölmiðla í útvarpi og allra síst útlenskir ferðamenn.  Ef hætta kemur upp, segjum í sambandi við eldgos í Kötlu, er einfaldlega send skilaboð í farsíma allra á svæðinu um að rýma svæðið. Nóg er af að einkareknum fjölmiðlum sem geta svo flutt fréttir af atburðum tengdum þessu.

Svo er það hitt meginverkefni RÚV, innlend dagskrágerð. Lítum á dagskrá dagsins, föstudaginn 13. júlí. Þá má sjá að eina innlenda efnið í dag sem er ekki hefðbundið er Landsmót hestamanna 2018. Þetta er ódýrt sjónvarpsefni og stofnunin þarf ekki að leggja neitt til sérstaklega af sinni hálfu, utan það að senda á vettvang starfsfólk.  Annað er táknmálsfréttir, KrakkaRÚV, fréttir, veður og íþróttir sem er hefðbundið dagskráefni. Um rásar eitt er annað mál og virðist þessi rás ein standa undir nafni sem vettvangur innlendrar þáttagerðar og dagskrá dagsins frábær.  Rás tvö er í gallharðri samkeppni við einkarekna fjölmiðla og óskiljanlegt að þessi rás skuli enn leyfast.

Þegar litið er á dagskrá einkarekna fjölmiðla, þá má sjá fjölbreyta flóru innlendrar dagskrágerðar og segja má að sjónvarpsrásir eins og Hringbraut og N4 séu ekta íslenskar sjónvarpsstöðvar og sýna ekkert erlend sjónvarpsefni. Þær þurfa að berjast ójafna baráttu við ríkisfjölmiðilinn og treysta eingöngu á auglýsingatekjur. Dagskrá N4 í dag er rammíslensk og helstu þættinir Landsbyggðir og Að austan.  Á heimasíðu fjölmiðilsins kemur fram að N4 Sjónvarp er eini fjölmiðill landsins, utan netmiðla, sem er með höfuðstöðvar sínar og ritstjórn utan höfuðborgarsvæðisins. Á N4 má sjá nýtt íslenskt efni alla virka daga. Áhersla er lögð á heimilislega, metnaðarfulla, fræðandi og skemmtilega íslenska dagskrárgerð, þar sem landsbyggðirnar eru í öndvegi. N4 ehf. rekur þrjá miðla; N4 Dagskrá, N4 Landsbyggðir og N4 Sjónvarp.

Hringbraut býður upp á innlenda dagskrárgerð. Frumsýningar þátta eru á milli kl.20.00-22.00 á virkum kvöldum en dagskráin er síðan endursýnd frá kl.22-00.00, frá hádegi daginn eftir og um helgar segir á vefsíðu fjölmiðilsins. Innlend dagskrá er fjölbreytt, má nefnda þætti eins og Smakk/takk, Verkalýðsbaráttan á Íslandi, sagan og lærdómurinn, Kíkt í skúrinn, Hvíta tjaldið o.s.frv. 

Illa heillið er ÍNN farið á hausinn en sjónvarpsstöðin hélt upp kröftuga þjóðfélagsumræðu og Útvarp saga er eini fjölmiðillinn sem heldur uppi merkinu, utan 365 miðlar sem er keimlíkur fjölmiðill og RÚV; er með bæði innlent og erlent dagskrárefni.  Þar eru margir góðir innlendir þættir.

Eins og sjá má af ofangreindri upptalningu, þá geta einkareknu fjömiðlarnir auðveldlega séð um innlent sjónvarpsefni og gera það með prýði í dag og með litlum tilkosnaði. 

Hvað er þá til ráða? Stíga má skrefið til hálfs með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði og skylda miðilinn til að vera með eingöngu íslenskt sjónvarpsefni.  Þetta myndi gjörbreyta landslaginu á fjölmiðlamarkaðinum til hins betra. Þetta er vel hægt, fyrirmyndirnar eru þegar margar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR