Greinar | 07.April

Mítunni um herlaust Ísland loks eytt?

Huginn skrifar:

Vera Íslands í NATÓ í 70 ár hefur verið farsæl og gengið áfallalaust fyrir sig. Landið er eitt af stofnaðilum varnarbandalagsins sem stofnað var 1949 og mikill styr stóð um inngönguna eins og frægt er. Nokkrir skuggar hafa fallið á orðstír Ísland vegna þátttökuna, má þar helst nefna loftárásirnar á Serbíu vegna Kosóvó og viljayfirlýsinguna vegna innrásina í Írak og loftárásirnar á Líbýu á sínum tíma.

Tveimur árum síðar, var gerður sérstakur varnarsamningur við Bandaríkin um varnir landsins og viðveru bandarískt herliðs á Íslandi. Sú viðvera varaði allt til 2006 og hvarf herliðið á brott í skugga nætur líkt og gerðist við komu þess. Heimamenn varla spurðir. Athyglisvert er að engar óeirðir urðu 1951 líkt og 1949 þótt meiri umskipti urðu og voru fyrirsjáanleg á íslensku þjóðfélagi með sambýlinu við erlent herlið. Eftir allt saman, höfðu bæði Bretar og Bandaríkjamenn haft hér herlið á stríðsárunum og Íslendingar vissu hvað það þýddi.

Svo litið sé aftur á veru Íslands í NATÓ, þá hafa Íslendingar sloppið við að bera ábyrgð á eigin vörnum að mestu leyti, látið erlent herlið sjá um ,,líkamlegu hliðina“ á vörnum landsins. Betra er að útlenskir dátar deyi við að vernda land og þjóð virðist vera viðhorf íslenskra stjórnvalda. Þau veita þó fé til eigin varna.

Framlög Íslands til öryggis- og varnarmála hafa verið að hækka undanfarin ár. Á fjárlögum 2017 eru framlögin rúmlega einn og hálfur milljarður króna sem er nokkurn veginn það fjármagn sem íslensk stjórnvöld leggja til varnarmála árlega samhliða ákvörðunum sem teknar voru á leiðtogafundum bandalagsins í Wales (2014) og Varsjá (2016).

Á vef Stjórnráðsins kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ,,fjölgað borgaralegum sérfræðingum í störfum innan Atlantshafsbandalagsins og aukið við gistiríkisstuðning á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Rekstur varnarmannvirkja á öryggissvæðinu og starfræksla ratsjárkerfisins, sem nær yfir umfangsmikið svæði á Norður-Atlantshafinu, er veigamikill þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. Fyrir dyrum stendur allnokkur endurnýjun á þeim kerfum og ýmis viðhaldsverkefni eru í farvatninu.“

Svo má bæta við að Bandaríkjaher er að veita milljörðum í viðhald flugskýla og annarra mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og erlendar flugsveitir koma við árlega og sjá um sýnilegar loftvarnir landsins.

Á stjórnmálasviðinu virðist ríkja friður um núverandi skipan varnarmála og jafnvel með tilkomu Vinstri græna í ríkisstjórn, þá á sér engin stefnubreyting. Það þykir tíðindi til næstu bæja, enda hafa vinstri menn yrst til vinstri, ekki taldir vera þátttökuhæfir í ríkisstjórn vegna óraunhæfs viðhorfs til varnamála Íslands.

Búast má við að engar breytingar muni eiga sér stað næstu árin, a.m.k. á meðan VG er í ríkisstjórn. Einhverjar meiriháttar breytingar á alþjóðasviðinu gæti þó breytt því en þróun heimsmála hefur aldrei verið fyrirsjáanleg.