Greinar | 26.November

Hvernig á að enda stríðið í Sýrlandi?


Huginn skrifar:

Öll stríð enda að lokum. Ofbeldið í Sýrlandi mun taka enda þegar stríðandi fylkingar komast á endastöð í baráttu sinni, annað hvort með sigri eða tapi. Bandaríkin eða aðrir aðilar geta þróað tillögu og kynnt fyrir stríðsaðilunum, á þann veg að valdafærslan verði frá miðstjórnarvaldinu til héraðanna. Samstarf í gegnum Alþjóða stuðningshóps Sýrlands (ISSG) er æskilegt, en Bandaríkin verða að vera tilbúin til að starfa sjálfstætt ef ISSG - meðlimir, sérstaklega Rússland, hamla framförum.

En hvernig mun Sýrland líta út eftir stríðið? Taif - samkomulagið árið 1980, sem batt enda á borgarastyrjöldina í Líbanon, er ágætis fyrirmynd fyrir valda - dreifingu.

Fyrrnefnt samkomulag myndi varðveita sjálfstæði Sýrlands, meðal annars með því að ráðstafa völdum til Alavíta kantónunnar kringum Damaskus sem teygist norðvestur til Latakia. Sunní Arabar hefðu stjórn í suðri og austri. Kúrdar myndu hafa lén í norðri yfir Kobani, Afrin og Jazeera héruðum. Með breyttum stjórnarháttum, lagfæra efnahagsmálin og hafa staðbundin eftirlit með náttúruauðlindum, væri stór skref til að ráða bót á orsökum átakana.

Samkomulagið verður að hafa áfanga og tímaáætlun fyrir pólitísk umskipti. Aðilar verða að geta samþykkt Bashar al-Assad sem forseta á næstunni. Þeir munu hins vegar krefjast dagsetningar á kosningum fyrir leiðtogaskipti.

Stöðugleikinn krefst öryggistryggingu. Öryggið mun einnig tryggja ferlið við að koma flóttafólki heim, verði gert með reisn og skipulag verði á þessum málum.

Það mun þurfa marga milljarða dollara fyrir uppbyggingu landsins og mannúðaraðstoð.

Sýrlendingar munu krefjast a.m.k. bráðabirgða réttlætis, miðað við mannréttindabrot og alhliða glæpi gegn mannkyninu sem framin hafa verið. Assad og Alavítarnir, stuðningsmenn hans, myndu vilja sakaruppgjöf. Aðrir krefjast ábyrgðar. Jafnvægi á mismunandi kröfum er hægt að ná með umbótum á öryggisgeiranum.

Íslamska ríkið og Nusra Front eru aðalskemmdarvargarnir. ISIL hefur ekki áhuga á að byggja upp ríki nema það feli í sér kalífadæmi. Bandaríkjamenn verða að efla viðleitni sem miðar að útrýma jíhaddistum fyrir fullt og allt. Ef til vill leysist þessi vandi með útrýmingu ofangreinda aðila.

Alþjóðasamfélagið, það er að segja þau ríki sem hafa skipt sér af átökunum, getur skemmt fyrir. Í Sýrlandi, er Rússland stefnumótandi stríðsaðili eða andstæðingur eftir því hvernig er litið á málið. Rússland getur bætt á eld átakana vegna þess að mikilvægi þess er meira þegar það er stríð. Nýleg sprengjuárás Rússa á bílalest SÞ sýndi tvöfeldni þeirra. Setja verður Rússa á hliðarlínuna ef þátttaka þeirra veldur átökum eða dregur úr samningaviðræðum.

Bandaríkin ættu að reyna að fleyga Íran frá Rússlandi, með því að nota áhrif Írans í þjónustu samkomulags. Hins vegar vegna stuðnings Íran við Hesbollah samtökin er Íran ólíklegur friðaraðili og þeir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Innrás Tyrklands og hernám landssvæðis í Sýrlands afvegaleiða leiðina til friðar. Tyrkland mun vera tregt til að yfirgefa hlutleysisbelti sem það hefur búið til á landamærunum.

Í varanlegu uppgjörssamkomulagi verður að koma fram að allar erlendar sveitir dragi herafla sinn til baka og varði leiðina til friðargæslu sem viðurkennd er af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Lönd sem hafa stutt staðgengla sína í stríðinu skortir heilindi sem friðargæslulið og því ber að hafna þátttöku þeirra.

Þroskakenningin svonefnda (e: ripeness Theory") staðhæfir að friði er hægt að ná þegar stríðsaðilar verða þreyttir á að berjast og sjá fram á endalok sem tryggir kjarnahagsmuni þeirra. Samkvæmt þroskakenningunni, eru aðilar tilbúnir til að koma á friði eftir að hafa fullreynt einhliða leið sína til að ná markmiðum sínum. Þrátefli á vígvellinum, svo sem til í Sýrlandi í dag, skapar viðunandi skilyrði fyrir lausn átaka. Ólíklegt er að fullnaðar sigur hjá Sýrlandsstjórn náist og því verður hún að semja við þá stríðsaðila sem enn er ekki búið að sigra.

Dayton friðarsamningurinn (DPA) náðist á ákveðnu þroskastigi stríðsátakana í Bosníu, þegar aðilar voru örþreyttir á baráttunni. Og þótt komið hafi verið á alþjóðlegri samvinnu til að leysa þá deilu, var það bandaríski sáttasemjarinn sem batt endi á átökin. Diplómatísk vinna sem studd var af trúverðugri hótun um valdbeitingu var nauðsynleg til að binda enda á stríðið í Bosníu.

Endir á martröðinni í Sýrlandi er möguleg ef Trump og aðrir leiðtogar hafa skýra sýn á endalokin og geta sannfært stríðandi fylkingar um að uppgjörið sé í þágu þeirra.