Greinar | 05.July

Hver borgar fyrir NATÓ?

Huginn skrifar:

Það eru ekki bara læti innan Evrópusambandsins, heldur virðist vera í uppsiglingu átök og ágreiningur innan Atlantshafsbandsins vegna fjárframlaga bandalagsríkja til hernaðarútgjalda til bandalagsins sjálfs.

Donald Trump heldur því fram að ,,24 af 29 aðildarríkjum borgi ekki enn það sem þeim ber að gera...og margar af þessum þjóðum skuldi stórar fjárhæðir vegna vanrækslu síðustu ára.“ Hann hefur líka haldið því fram að Bandaríkin borgi um 80% af fjárlögum NATÓ. En er þetta rétt? Það verður að hafa í huga hernaðarútgjöld hvers ríkis, skiptist í fjárframlög til eigin varna en hins vegar í fjárframlög til reksturs bandalagsins sjálfs.

Hvað varðar beinan kostnað, þá borga Bandaríkin um þessar mundir um 22% af ,,grunnfjárveitingum“ til bandalagsins, það er að segja fjármögnun kostuð af öllum bandalagsaðilum, byggt á kostnaðarskiptasamsetningu sem þættir í vergri landsframleiðslu hvers lands. Helstu kostnaðarflokkar eru borgaraleg fjárhagsáætlun, hernaðaráætlun og öryggisáætlun NATO (NATO Security Investment Programme).

„Bein framlög eru lögð fram til að fjármagna kröfur bandalagsins sem eiga að þjóna hagsmunum allra 29 meðlima - og er ekki á ábyrgð einhvers meðlims - eins og NATO-loftverndar- eða stjórn- og eftirlitskerfi," segir talsmaður NATO. "Kostnaður er borinn sameiginlega, oft með því að nota meginregluna um sameiginlega fjármögnun."

Bein útgjöld geta einnig falið í sér aðra ,,sameiginlega fjármögnun", svo sem verkefni sem komið er á með þátttöku NATÓ-ríkja og NATO hefur eftirlit með pólitískum og fjárhagslegum hætti. ,,Fjármögnuð verkefni sem kostuð eru sameiginlega er mismunandi innan þátttökulanda sem og kostnaðarhlutdeildarráðstafanir og stjórnskipulag," segir á vef NATÓ.

Aðildarríkin 29 eyddu árið 2017 samanlagt um 946 milljarða Bandaríkjadollara í varnarmál og þar af eyddu Bandaríkjamenn 683 milljörðum í þennan málaflokk. Hér kemur misskilningurinn hjá Donald Trump og hann ruglar saman fjárframlögum til eigin varna og svo fjárframlögum til sameiginlegra varna bandalagsins.

Í yfirlýsingu frá NATÓ frá því í júní segir: ,,Þetta þýðir ekki að Bandaríkin greiði 72% af rekstrarkostnaði NATÓ sem stofnunar, þar á með talið kostnaðinn af rekstri höfuðstöðvum þess í Brussel og undirstofnunum þess, en hins vegar reiðir það sig mikið á hernaðargetu Bandaríkjanna varðandi upplýsingaöflun, eftirlit og könnun; eldsneytisáfyllingu í lofti; eldflaugavarnir; og rafrænan hernað í lofti.

Árið 2006 ákváðu aðildarríki NATÓ að reyna að setja að minnsta kosti 2% af vergri landsframleiðslu sinni í varnarmál. Árið 2014 samþykktu þau aftur að stefna að því að uppfylla þessi skilyrði árið 2024.

Eftir sem áður, þá eru það aðeins Bandaríkin, Grikkland, Eistland, Bretland, Rúmenía og Pólland, sem náð hafa yfir 2% markið,, sem leiddi til þess að Trump heldur því fram ,,...að bandamenn okkar eru ekki að borga ,,sanngjarnan hlut sinn".

En önnur lönd hafa verið að eyða meira á undanförnum árum. Áætluð 4,3 prósent aukning árið 2017 fjárframlaga til varnarmála er í beinu framhaldi af þriggja ára aukningu varnarútgjalda Kanada og Evrópusambandsríkja, samkvæmt tölum NATÓ.

Hver er staða Íslands í þessu máli?

Pawel Bartoszek segir í viðtali við visir.is árið 2015 ,,...að það séu mikil forrétti að Íslendingar hafa ekki her. Það er ótrúlegur lúxus að hafa það þannig. Það eru mikil forréttindi að enginn Íslendingur þurfi nokkurn tímann að velta sér upp úr leðju og læra að skjóta á annað fólk. Það eru forréttindi að þurfa ekki einu sinni að spá í því hvort maður þurfi einhvern tímann að gera það. Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki.“

Hann segir jafnframt að samkvæmt Hagstofunni voru framlög Íslands til varnarmála 450 milljónir króna árið 2013, þar af voru framlög Íslands til NATO um tveir þriðju af þeirri tölu. Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir.“ Pawel dregur þær ályktanir að Íslendingar séu heppnir að fá svo ódýrar varnir í boði NATO.

Svo að sanngirnis sé gætt, þá má þess geta að framlög Íslands til öryggis- og varnarmála hafa verið að hækka undanfarin ár; á fjárlögum ársins 2017 eru þau framlög rúmlega einn og hálfur milljarður króna - og eiga að hækka um rúmlega 200 milljónir í ár sem er langt frá kröfunni um að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnar tengda málaflokka.

Nýjustu fréttir

No ad