Greinar | 27.October

Hræsni tyrkneskra stjórnvalda


Huginn skrifar:

Mikið hefur verið fjallað um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Öll spjót beinast að sádiarabískum stjórnvöldum og að sjálfum krónprinsinum Mohammed bin Salm­an. Sádi-Arabar viður­kenndu nýverið að Khashoggi hefði verið myrtur að yfirlögðu ráði þegar hann heim­sótti ræðisskrifstofu landsins í Ist­an­búl. Þetta klaufalega morð eða réttara sagt aftaka, er eitt af mörgum morðum sem einræðissinnuð stjórnvöld standa fyrir víðs vegar um heiminn og er skemmst að minnast morðtilræðið við Sergei Skripal sem rússnesk stjórnvöld eru sökuð um að standa fyrir. Það er lygilegt hversu klaufalega er staðið að þessum tilraunum og hversu illa leyniþjónustur þessara landa standa að þessum málum. Þær hefðu alveg eins getað skilið nafnspjöld sín eftir á vettvangi glæpsins.

Hér er ætlunin að beina sjónum að þátt tyrkneskra stjórnvalda í þessu máli og hræsnisfullri framkoma Recep Tayyip Erdogans. Sjálfur hefur hann staðið á bakvið fjöldahandtökur um 240 blaðamanna, fjölda opinberra starfsmanna, svo sem kennara og menntamanna og einnig herforingja eftir misheppnaða valdaránstilraun 2016.

Eins og kemur hér fram, var reynd valdaránstilraun árið 2016 gegn ríkisstjórn Erdogans og tyrkneskrum ríkisstofnunum. Hún var bæld niður og fylgt eftir með hreinsunum með áframhaldandi neyðarástandi. Stjórnmálagreinendur líta ekki lengur á Tyrkland sem fullkomið lýðræðisríki, vegna skorts á frjálsum og sanngjörnum kosningum, hreinsunum og þess að pólitískir andstæðinga eru hrepptir í fangelsi; skertu frelsi almennings og viðleitni Erdogans til að auka valdsvið sitt og draga til sín völd framkvæmdarvaldsins.

Forsöguna má rekja til 2013 en þá brutust út mótmæli þegar fólk skynjaði alræðishyggjustefnu Erdogans. Hann gagnrýndi mótmælendur og sigaði svo lögreglunni á þá, með þeim afleiðingum að 22 manns voru drepnir, fjölmargir slösuðust og leiddi það til alþjóðlegrar fordæmingu erlendra stjórnvalda og mannréttindasamtaka.

Þetta tafði fyrir samningaviðræðum sem tengdust aðildarumsókn landsins að ESB. Í kjölfar vinaslita við Fethullah Gülen, breytti Erdogan dómstólakerfinu sem hann kallaði umbætur til að hreinsa út stuðningsmenn Gülens en var gagnrýndur fyrir að ógna sjálfstæði dómstóla landsins. Árið 2013 leiddi 100 þúsund milljarða spillingarhneyksli til handtöku nána bandamanna Erdogans og tengdi hann við verknaðinn.

Ríkisstjórn Erdogans hefur síðan sætt gagnrýni vegna meintra mannréttindabrota og árása á fjölmiðla og fjölmiðlunarrása, svo sem lokanir að aðgangi að Wikipedia, Twitter, Facebook og YouTube mörgum sinnum. Ríkisstjórn Erdoğans aflétti bönnunum eftir dómstólaúrskurði, en kom þeim á aftur. Árið 2016 byrjaði Tyrkland undir forystu Erdogans að þjarma að frelsi fjölmiðla; á tímabilinu 2016 og 2017 hafa fleiri blaðamenn verið fangelsaðir í Tyrklandi en nokkru öðru landi. Hann var endurkjörinn í kosningunum árið 2018 og tók við hlutverki æðsta stjórnanda landsins og varð bæði þjóðhöfðingi og forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar.

En það sem í raun og veru stendur á bakvið upphlaup og æsing Erdogans vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum, er baráttan forystan um Miðausturlönd annars vegar og hvaða ríki er forystuland súnní múslima. Það eru þrjú ríki sem berjast um að vera voldugasta ríki Miðausturlanda; Tyrkland, Íran og Sádi-Arabía. Erdogan eflaust dreymir um endurreisn veldis Ottómana – ríkisins og forysturíki súnní – múslima en þar keppir hann við Sádi-Arabíu sem státar af heilögu stöðunum Mekku og Medínu. Þriðja ríkið, Íran langar að vera forysturíki shía múslima.

Enn og aftur verður fólk að skoða stóru myndina og skilja hvað er að gerast á bakvið orðaskak forystumanna þessara ríkja í fjölmiðlum.