Greinar | 07.January

Getur Donald Trump lýst yfir neyðarástandi vegna landamæramúrs?


Huginn skrifar:

Þráteflið vegna landamæramúrsins heldur áfram og nýverið sendu Demókratar í gegnum fulltrúadeild Bandaríkjanna fjárlög án fjármagns til múrsins, vitandi þess að Donald Trump eða öldungadeildin munu hvorug samþykkja slíkt.

Þessi deila snýst um hvor aðilinn muni stjórna ferðinni næstu tvö ár, Bandaríkjaforsetinn eða fulltrúadeildin og því getur hvorugur aðilinn gefið eftir.

Áróðurslega séð, standa Demókratar verr að vígi, þótt Trump taki á sig ábyrgðina vegna lokun ríkisstofnanna, því að skoðanakannanir hafa flestar ef ekki allar sýnt að meirihluti kjósenda hafa áhyggjur af innflytjendamálum. Nýverið birti Gallup skoðanakönnun sem sýnir að almenningur deilir sýn Trumps varðandi landamæragæslu.

Nýjasta útspil Trumps er að hann segist geta lýst yfir neyðarástandi í landinu og byggt múrinn án þess að fá samþykki Bandaríkjaþings.

,,Ég get gert það ef ég vil," sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu föstudaginn var. "Við getum lýst yfir neyðarástand vegna öryggis landsins okkar. Við getum gert það. Ég hef ekki gert það, ég gæti gert það."

En er þetta mögulegt? Lögfræðingar segja að það gæti ekki verið eins einfalt að ganga framhjá þinginu og ætla mætti af yfirlýsingu Trumps - sem á endanum stjórnar alríkisfjárlögin - en eins og Trump bendir á, er þetta ekki endilega ómögulegt. NBC News birti frétt á föstudaginn að lögfræðingar frá Hvíta húsinu, Heimavarnarráðuneytinu og Pentagon hafi haldið fundi til að ræða hvort það sé hægt að gera þetta eða ekki. ,,Við erum á óþekktum slóðum,“ að sögn Stephen Vladeck, sem er prófessor við Lagaháskólann í Texas, í viðtali á föstudagskvöldi.

Hvað telst vera neyðarástand?

Forseti Bandaríkjanna getur og hefur rétt á að lýsa yfir neyðarástandi á landsvísu að eigin ákvörðun og eftir gildandi lögum. Yfirlýsingin gefur forsetanum leyfi til að hafa sérstök stjórnunarvöld við einstakar neyðaraðstæður, svo sem ef stríð brýst út.

Hvernig getur Trump fengið fjármagn með því að lýsa yfir neyðarástandi?

Sérfræðingar í framkvæmdastjórn yfirvalda sögðu fréttaveitu NBC News að þótt Trump geti lýst yfir neyðarástandi, eru völdin - og féð sem hann hefur aðgang að þegar hann er búinn að gera það – óljós þáttur.

„Hann getur lýst yfir einhvers konar neyðarástandi en hvað það myndi leyfa honum að gera lagalega er allt önnur spurning,“ að sögn Matt Dallek, prófessors við Washington University’s Graduate School of Political Management og sérfræðingur um forsetavöld.