Greinar | 10.March

Frjálslyndir vinstrisinnar misskilja markaðhagkerfið

Huginn skrifar:


Mikil umræða á sér stað í Bandaríkjunum um hvert eigi að stefna í stjórnmálum en einnig hvernig hagkerfið eigi að vera. Þegar kosið var til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, komu úrslitin ekki mikið á óvart. Demókratar komust í meirihluta en það sem vakti meira athygli var að konum fjölgaði til mikilla muna í þeirra röðum og á þinginu almennt. Þetta eru gleðifréttir sem flestir Bandaríkjamenn fögnuðu.

En fljótt runnu tvær grímur á andlit þeirra þegar boðskapur flestra þessara kvenna birtist. Í ljós kom að þessar konur eru í fararbroddi sósíalískrar róttækni og virðist hugmyndafræði þeirra ekki vera langt frá boðskap kommúnista á sínum tíma að sumra mati. Aðrir vilja tengja þessa nýju hreyfingu innan Demókrataflokksins við Bernie Sanders, fyrrverandi forsetaframbjóðanda og helsta andstæðing Hillary Clinton eða hinu ný-marxíska hreyfingu sem til varð innan háskólasamfélagsins í Bandaríkjunum. Nú virðist svo komið að Demókrataflokkurinn sé á tímamótum. Annað hvort hallar hann sér langt til vinstri, eins og stefnir í dag eða hann klofnar í tvo helminga. Annars vegar róttækan vinstri flokk og hinn hefðbundna Demókrataflokk sem er nokkurn veginn hægri meginn við miðjuna.

Það eru þrjár konur mest áberandi í þessum klofningi. Annars vegar er það Ilhan Abdullahi Omar, sem er múslimi, ættuð frá Sómalíu og er nýliði í fulltrúadeildinni. Svo er það krónprinsessan, Alexandria Ocasio-Cortez, sem er einnig nýliði og kemur frá New York. Þessar tvær konur eru fulltrúar hinu róttæku í flokknum.

Hins vegar er Nancy Pelosi, sem var endurkjörin sem forseti fulltrúadeildarinnar, háöldruð, orðin 79 ára gömul en hún er fulltrúi gamla Demókrataflokksins. Mikill kynslóðamunur er í flokknum, annars vegar eru leiðtogarnir kornungir, rúmleg þrítugt eða háaldraðir, líkt og Bernie Sanders, Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Svo virðist vera að gamla fólkið hafi orðið undir og hinu ungu og böldnu orðið yfir.

Lítum á mest áberandi einstaklingana, Ilhan Omar og Alexandria Ocasio-Cortez. Ilhan Omar hefur ítrekað komið sér í vandræði vegna anti-semískra ummæla sinna og hún er ekki par hrifin af Ísrael. Hún hefur látið mörg þung ummæli falla, sum hefur hún þurft að biðja afsökunar á en önnur rembist hún við að halda. Bandaríkjamenn hafa löngum stutt gyðinga og Ísraelsríki og því falla slík ummæli í grýttan farveg hjá flestum Bandaríkjamönnum.

Hin vonarstjarnan, Alexandria Ocasio-Cortez, er meira leiðtogaefni, þótt hún stefni ekki í forsetaframboð 2020. Hún er fræg fyrir að vera kjaftfor en aðallega fyrir að endurvekja hugmyndina svo kallaðan nýju grænu lausnina (New green Deal) en með breytingum. Hinir róttæku í flokknum hafa fylkt sér á bak við þessa ,,snilldarhugmynd“.

Þessi hugmynd hefur leiðarstjarnan í samkeppninni fyrir tilnefninguna til forsetakosningarnar 2020 fyrir flesta frambjóðendur Demókrata. Sjö Öldungadeildarþingmenn, sem eru annaðhvort að undirbúa sig fyrir tilnefningu eða íhuga alvarlega vegna áskorana, hafa tekið undir þessa stefnu um ,,nýja græna lausnina".

Í desember mánuði 2018, voru þrjú grundvallaratriði eða meginreglur dregnar fram sem lýsa stefnunni: ,,Afkolvísýrun“, störf og réttlæti.

Í stuttu máli sagt, þá á að gera Bandaríkin algjörlega kolefnalaus og draga algjörlega úr koltvísýringi andrúmsloftsins. Öll farartæki eiga að ganga fyrir endurnýjanlegri orku sem mengar ekki og þetta á einnig við um heimili og fyrirtæki. Breyta á öllum heimilum og fyrirtækjum til að ná fram þessa orkubyltingu fyrir 2030. En ofurhugarnir virðast gleyma að þetta er ekki frítt. Talað er um þessi bylting kosti $2.5 trillijónir á ári. Fjárlögin sem lögð voru fram 2018 hljóðuðu upp á $4.5 trillijónir, og því myndi nýja lausnin í raun auka alríkisútgjöldin meira en helming. Þessir peningar eru ekki til.

Störfin. Stefnan segir: ,,Tryggja á atvinnu með laun sem duga til framfærslu fjölskyldu, fullnægjandi fjölskyldu- og læknisskoðun, frítt orlof, ókeypis háskólanám og eftirlaun til allra Bandaríkjamanna." Allt á að vera frítt, líka fyrir þá sem vilja ekki vinna eða leggja neitt fram til samfélagsins. Með öðrum orðum á að skattleggja almenning meira, ríkið á að sjá um allar grunnþarfir borgaranna og hvatt er aukina ríkisafskipta á öllum sviðum, líka þau sem nú myndi teljast vera einkamál einstaklinga.

Bandaríkamenn eru vanir að borga lága skatta en á móti eru þeir vanir því að þurfa að borga fyrir hluti sem önnur vestræn ríki láta ríkisvaldið um. Það er að segja borga fyrir heilbrigðisþjónusta með tryggingum og svo framvegis. Það verður ekki í móti lagt, að Bandaríkin skara framúr á mörgum sviðum og hvað svo sem segja má um fyrirkomulag heilbrigðismála, þá eru þeir með bestu sjúkrahús heimsins og bestu háskólanna. Þeir eru í fararbroddi í tækni og hafa öflugasta her heimsins.

En það sem bandarísku róttæklingar virðast gleyma í þessu samhengi, er að frítt þýðir ekki bókstaflega frítt, því að einhverjir þurfa að borga fyrir fríheitin. En hverjir? Jú, það á að ofurskattleggja ríkasta 1%. En það dugar ekki til. Hinu róttæku, sem virðast kenna hinu ríku um hina lélegu fyrir fjárhagsstöðu þinni, virðast gleymast að þú ert sjálf(ur) fyrir fjármálum þínum Svo er það annað atriði sem vert er að hafa í huga: Þú hefur engan rétt á eða aðgang að fé annarra sem þeir hafa unnið hörðum fyrir. Og þú getur ekki skattlagt þjóð til hagsældar, eins og allir sósíalistar virðast halda að dugi. Að lokum má benda á að meiri ríkisafskipti, þýðir minna frelsi og minni fé handa einstaklingnum....alltaf.