Greinar | 06.March

Brautryðjendur antíkrists

Ársæll Þórðarson skrifar:


Antíkristur er samkvæmt Biblíunni ákveðin persóna sem gerist drottnari yfir öllum þjóðríkjum jarðar um stuttan tíma skömmu fyrir endurkomu Jesú Krists. Satan er höfðingi þessa heims á meðan stór hluti jarðarbúa lætur hann teyma sig á asnaeyrunum og lætur skrattann telja sér trú um að maðurinn geti verið sinn eigin frelsari, samanber þegar höggormurinn í Eden freistaði Evu og sagði henni að hún yrði eins og Guð ef hún óhlýðnaðist boði hans og Adam var ekki sterkari á svellinu en það að hann lét líka freistast. Sagan um Babelsturninn í Biblíunni er líklega fyrsta heimildin um tilraun áhrifamanns til að ná undir sig heimsyfirráðum með stjórnmálalegum hætti þar sem hugsjón sósíalista var grundvöllurinn. Sú þrá virðist því alltaf hafa fylgt mannkyninu að bjóða Guði sköpunarinnar birginn og illur andi Satans hefur hvatt hinn húmaníska (náttúrlega) mann til dáða í þeim efnum.

Er það tilviljun að höfuðstöðvar ESB eru byggðar með gamalt málverk af hinum hálfkláraða Babelsturni sem myndrænt viðmið. Er það tilviljun að turninn stóð á þeim slóðum sem Babýlon Kaldea stóð áður og Bagdad í Írak stendur nú. Er það tilviljun að íslamistar sem stefna að heimsyfirráðum í skjóli trúpólitískrar heimsyfirráðastefnu skuli vera alsráðandi í þessum heimshluta nú. Er það tilviljun að Vilhjálmur 2 Þýskalandskeisari lét flytja tvö af óhugannlegustu pyntingarmannvirkjum sögunnar í ofsóknum á kristna menn frá nefndum heimshluta og lét koma þeim fyrir í Berlín eða var það fyrirboði annars meira í af-kristnun Vesturlanda?

Gamlar stjórnmálastefnur sem kenndar eru við öfga til hægri eða vinstri lifa góðu lífi. Þessar stefnur sækja fram að sama marki, heimsyfirráðum og aðlaga sig breyttum aðstæðum heimsins með breyttum áherslum. þetta lið á það sameiginlegt að greiða götur til einræðis en kunna að notfæra sér lýðræðið til að ná fram áformum sínum.

Brautryðjendur antíkrists til vinstri sameinast undir einu og sama merki ný-marxisma sem sækja fram undir breyttum baráttuaðferðum, þar sem sóasíalið birtist í þeirri mynd að opna landamæri allra þjóða, ráðast á kristindóminn, berjast gegn þjóðerniskennd, hata gyðinga og ógna lýðræðinu með því að of-túlka það og telja fólki trú um að mótmæli í ofbeldi séu hluti lýðræðis og að kjörnum forsetum leyfist að skipta út embættismönnum á eigin forsendum.

Hér er úlfurinn í sauðargærunni látinn vinna verkin. Allt er þetta falið undir mannúðarsjónarmiðum og þeir sem eru á öðru máli er ógnað með persónulegum árásum í fjölmiðlum og kallaðir rasistar. Mannlífið skal vera ein flatneskja sem á hvergi rætur, í kristilegu hugarfari og skoðanalegu sjálfstæði. Samtök í margslags kynhneigð, feministi í ýmsu formi og fleiri þrýstihópa í mannréttindabaráttu virðast oft innveiklaðir í hugarfar þessarar nýaldar. T.d. virðist ,,Me too" byltingin ætla að verða dæmi um þetta. Nú virðist réttlætisbaráttan undir því kjörorði æ oftar snúast upp í einskonar ,,eiturhernað" til að þagga niður í þeim sem ekki eru nógu undirgefnir guðlausa tíðarandanum og fjölmenningar kuklinu og er það auðvitað mikil útvíkkun frá þeiri stefna en lagt var af stað með upphaflega.

Mesta hættan fyrir kristni og lýðræði mun þó væntanlega geta stafað frá internetinu sem er í eðli sínu skoðana banki sem klókir menn geta fært sér og sínum sjónarmiðum í nyt. Ef ný-öldin nær þar stjórn á netmiðlum eins og mörgum öðrum fjölmiðlum sem nú eru áhrifamiklir á Vesturlöndum þá er opið hlutlaust lýðræði í stór hættu.

Svo kallaðir ,,hægri öfgamenn” eru oftast sýnilegir enda eru ,,ný-marxistar” duglegir við að benda á aðgerðir þeirra, en þeir eru ekki nærri eins duglegir við að gagnrýna einræðisstjórnina í Tyrklandi eða þá Kína, en stjórnvöld þessara ríkja fangelsa dómara í stórum stíl menn sem reyna að halda uppi réttlæti og lýðræði. Kannske er einhvern samhljóm að finna þarna á milli andi antíkrists er vel skipulagður og margir ryðja brautina fyrir valdatöku hans.

Forsendur þess að antíkristur taki völdin er sú að sameiningar viðhorf margra ólíkra þátta í hagkerfum heimsins og stjórnmálum leiði til þess að allt sé dregið undir einn hatt og þá er eftirleikurinn auðveldur.