Greinar | 02.February

Afganistan er Valhöll nútímans

Huginn skrifar:

Hinir vestrænu leiðtogar sem eru með herafla í Afganistan virðast ekki draga lærdóm af sögunni. Fyrsta spurningin er, er stríð í gangi í Afganistan? Nei, bandalagsþjóðirnar sem berjast þarna eru ekki að berjast við hefðbundinn her heldur eru þetta hópar og einstaklingar sem grípa til vopna, í misjöfnum tilgangi. Þeir skjóta á útlensku herina og láta sig svo hverfa í mannfjöldann. Oft snýst þetta um hreppapólitík og valdaplott milli leiðtoga hvers svæðis. Ekki má gleyma heróín framleiðslunni sem er eins og bensín á eldinn.

Það má líkja ástandinu við Mexíkó. Þar er líklega meira mannfall en í Afganistan en þar er lögmætt ríkisvald að berjast við glæpahringi sem hafa einkaheri. Sama er að gerast í Afganistan, þar er baráttan við ættbálka sem hafa barist innbyrðist í árhundruð og halda því sjálfsagt áfram löngu eftir að vestræn ríki verða farin þaðan.

Afganistan er stórt og mikið ríki, með fjölda ættbálka og tungumál. Á meðan reynt verður að halda svona sundurlausu ríki saman verða átök. Betra væri að skipta ríkinu upp, því að máltækið segir; ef þú getur ekki sigrað þá, þá sundraðu þeim, en það hentar ekki ríkjaskipan sem heimsleiðtogar vilja viðhalda. Það má ekki skipta upp öðru ríki, því að þá gæti þeirra ríki líka verið skipt upp. Ekki má gefa fordæmi.

Allt frá því að Talíbana-ríkisstjórnin var sett af í lok árs 2001, hefur kjarni stefnumótunarvandans sem hefur staðið frammi fyrir Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Afganistan verið skilgreiningin á sigri: Hvernig endar þetta? Betra væri að spyrja fyrst hvað þetta er? Þó að í Afganistan sé nokkurs konar stríð í gangi, þá er það ekki eins konar stríð þar sem líklegt er að verði afgerandi sigur. Í staðinn er Afganistan best lýst sem vopnuðu löggæsluverkefni sem lýkur aldrei og á aldrei að ljúka. Spurningin er þá, hver á að sjá um löggæsluna? Best væri að Afganar gerðu það sjálfir en þeir gera það ekki án fjárhagsstuðnings erlendra ríkja.

Lærdómur sögunnar

Að líta á þetta sem löggæsluverkefni (sem endar aldrei í raun) er sögulega rétt sjónarhorn, ef litið er til dæmis á reynslu Breta á svo kölluðum ,,norðvestur landamærum“ á 19. öld, sem er svæðið mitt á milli Pakistan og Afganistan, en þá börðust þeir við Pashtun ættbálkinn. Nánast hvert einasta ár, frá 1849 til 1947, var barist einhvers staðar. Þetta voru ekki stórátök, heldur eins og í dag skærur, skotárásir og herleiðangrar farnir.

Fyrir 1900, voru a.m.k. 60 slíkir leiðangrar farnir. Milli 1897 og 1998, í allsherjar uppreisn Pathan ættbálkana, þurfti að kalla til 44 þúsund hermenn til að stilla til friðar. Svona var þetta allt til 1947, þegar Bretar fóru. Þúsundir pakistanskra hermenna gæta sama svæðis og halda ættbálkunum í skefjum. Þetta er stöðug og vopnuð löggæsluverkefni.

Í stuttu máli hefur hugtakið ,,sigur" í Afganistan villandi merkingu vegna þess að þetta snýst um tungumál hefðbundins stríðs í innri átökum þar sem niðurstöður eru yfirleitt metnar hvað varðar hlutfallslegan stöðugleika, ekki afgerandi sigur. Það er aðeins hægt að koma með afgerandi sigur ef andstæðingurinn kýs eða verði það öflugur, að hann breytist úr vopnuðum einstaklingum og hópum í herafla, að aðgreiningin á milli hefðbundins stríðs og innri átökum brotnar niður.

Í Afganistan myndi það þýða að Talíbanarnir myndu umbreytast frá skæruliðum í hefðbundinn herafla í því skyni að taka og halda stórum borgum en myndu um leið hætta á ósigur í hefðbundnum hernaði. En Talíbanar er ólíklegir til að hætta á slíkt, því að þeir hafa ekki roð við öflugasta her í heimi sem er bandaríski herinn. Talibanastjórnin mun líklega ekki endurtaka mistökin sem Mujahideen gerði þegar þeir skiptu frá skæruliðahernaði í hefðbundið stríð til að taka yfir Afganistan. Þeir urðu fyrir verulegum ósigri í orrustunni við Jalalabad þegar þeir börðust við hersveitir Sovétríkjanna, gegn afgönskum herafla árið 1989, sem náði að halda afgönsku ríkisstjórninni við völdu þar til Sovétríkin hrundu árið 1991.

Lærdómurinn er að á meðan afgönsk stjórnvöld njóta fjárhagsstuðnings og fái vopn og þjálfun frá samherjum, þá halda þau velli. En vegna þess að ríkið er stórt, erfitt yfirferðar, í því búa margar þjóðir og mörg tungumál eru töluð, þá má ekki búast við hernaðarsigri, heldur pattstöðu, þar sem hvorugur andstæðingurinn vinnur né tapar.

Vegna landfræðilegra staðsetningu, en landið tengir saman Mið-Asíu við Miðausturlönd, þá geta stórveldi ekki látið landið afskiptalaust. Stríðsmenn halda því áfram að stríða inn á vígvöllinn, berjast og vonast eftir eilífu lífi, líkt og víkingarnir sem trúðu á Óðinn og Þór og vonuðust eftir næturvist í Valhöll. Á meðan má vonast eftir að landið nútímavæðist og kannski öðlist frið í fjarlægri framtíð.