Greinar | 17.September

15 stríð í heiminum sem eru í gangi í dag sem enginn talar um!

Huginn skrifar:

Á hverjum einasta degi og á hverju augnabliki eru að minnsta kosti fimmtán stríð eða stríðsátök í gangi um allan heim, það jafnvel þótt þú hafir aðeins heyrt um sum þeirra í fréttunum.

Á hverjum degi er fólk að berjast til dauða fyrir hugsjónir sem það trúir á. Sumir eru að berjast fyrir sjálfstæði og/eða frelsi. Sumir eru að deyja fyrir réttindin til að vera hlustað á eða vera meðhöndlað eins og mannlegar verur en ekki skepnur.

Aðrir eru í örvæntingu að reyna að ná stjórn á auðlindum, vegum og auðæfum, og þeir eru tilbúnir til að meðtaka dauðann til þess að ná þeim. Sumir segja jafnvel að lokum að þeir séu að berjast í nafni friðar. En öll stríð og átök á þessum lista sem hér fer á eftir, hefur verið vísað frá sem eitthvað sem ekki skiptir máli, eru gleymt, hunsuð lítt kynnt á meðan heimurinn lítur annað í leit að æsifréttum, oftast nær af hryðjuverkum einstaklinga eða hópa.

Hér eru 15 stríð sem eiga sér stað núna, valin af handahófi, frá listum sem innihalda heilmikið af vopnuðum átökum og uppreisnum sem eiga sér stað um allan heim á þessari stundu. Þetta eru ekki aðeins 15 stríðin sem þú veist ekkert um - þetta eru bara fyrstu 15 átökin sem þú þarft að finna út um núna.

15. Sómalska borgarastyrjöldin í Austur-Afríku

Borgarastyrjöld hefur geisaði í Sómalíu í margar áratugi. Sem ríki var landið stofnað árið 1960 en féll saman árið 1991 þegar Siad Barre forseti var velt úr sessi. Með enga ríkisstjórn við stjórnvölinn, skiptist landið brátt á milli stríðsherra og samfellt stríð geisaði árum saman. Sameinuð ríkisstjórn var mynduð árið 2000 og reyndi hún að ná stjórn á landinu. Það gekk ekki eftir. Ný ríkisstjórn var komið á 2012 eftir fyrstu kosningar í landinu síðan 1967. Sómalía er að reyna koma á stöðugleika en ríkisstjórninni á í stöðugum átökum við uppreisnahópa Al-Shabab og Al-Qaeda. Bandarískar hersveitir voru sendar til landsins 2007 en hrökkluðust fljótlega úr landi. Vopnuð átök hafa síðan verið í gangi allar götur síðan.

14. Átök í Kashmirhéraði á Indlandi

Óróinn í Kashmir er daglegur fréttamatur á Indlandi, en sjaldan getið í bandarískum fjölmiðlum eða öðrum vestrænum fjölmiðlum. Með hugtakinu órói er átt við röð af áframhaldandi og ofbeldisfullum mótmælum og ofbeldi sem hófu árið 2016. Þessi átök eru milli aðskilnaðarsinna gegn núverandi ríkisstjórn Indlands. Það hefur nú þegar verið hundruð dauðsfalla, einkum meðal barna, í þessum átökum. Nýlega gengu um 19.000 ungmenni í Kasmír í indverska herinn til að taka þátt í átökunum. Það voru nokkrir árásir á öryggisstarfsmenn, starfandi hjá indverskum stjórnvöldum í byrjun aprílmánaðar og átökin í Kashmir virðast ekki vera í rénum.

13. Stríð í Darfur, Afríku

Þrátt fyrir að það sé ekki lengur í fréttunum heldur stríðið í Darfur áfram að geisa, þar sem stjórnvöld herða stöðugt árásir á borgara sem búa á svæðinu. Vopnaðar hersveitir Súdana hafa áfram árásir á Darfur og byrjaði árásahrinan í janúar 2016 og áframhaldandi árásir voru út árið. Á þessum tíma drápu ríkisstjórnaliðar í Darfur ótal borgara og eyðilögðu hundruð þorpa. Árið 2016, áætlaði SÞ að allt að 190.000 manns í Darfur hafi verið fluttir um set eða flúið. Friðargæsluaðgerðir Sameinuðu þjóðanna í Darfur hafa verið hindraðar af stjórnvöldum sem hafa stjórn á svæðinu. Hingað til hafa um 2,6 milljónir manna í Darfur flutt sig um set eða flúið vegna áframhaldandi stríðs.

12, Borgarastríðið í Myanmar, Asía

Mjanmar, einu sinni þekkt sem Búrma, hefur verið virkt í stríðsátökum um áratuga skeið. Borgarastyrjöldin hefur geisað órofið í landinu síðan 1948. Árið 1962 velti herinn stjórnvöld úr sessi og síðan hafa nokkrir mismunandi vopnaðir hópar barist gegn herstjórninni. Það eru margir mismunandi þjóðernishópar í Mjanmar sem reyna að verða ríkjandi hópurinn með því að nota herafl. Svo kallaði Arakan frelsisherinn, Chin þjóðarherinn, Kachin sjálfstæðisherinn og heilmikið af öðrum hópum skapa nánast stöðugt glundroða í Mjanmar. Vopnahléssamningur var undirritaður milli myanmaríska ríkisstjórnarinnar og nokkurra þjóðernishópa árið 2016 en þrír helstu uppreisnarhópar neituðu að undirrita samninginn og hafa ekki haldið skilmála á nokkurn hátt. Nýlega tóku þessir hópar þátt í hernaðaraðgerðum meðfram kínverskum landamærum. Þetta bendir til að sjö áratuga stríði í Mjanmar mun ekki hætta fljótlega.

11. Átökin í Donbass, Úkraníu

Átök í Úkraínu hafa verið nokkuð stöðug síðan fall Sovétríkjanna árið 1991 en landið hefur aðeins verið í mikilli kreppu frá árinu 2013. Fyrst og fremst er Úkraína skipt á milli tveggja hópa eða svæða: vestur og austur. Vestur-Úkraínu styður eindregið samþættingu við Evrópu. Aðalmálið hér er úkraínska. Í Austur-Úkraínu er rússneska aðalmálið.

Átökin í Úkraínu brutust út í ofbeldisaðgerðir og stríðsátök í lok árs 2013, þegar forseti Úkraínu afnam samning við Evrópusambandið til að styðja sterkari tengsl við Rússa. Hundruð þúsunda mótmælenda réðust á ráðhús höfuðborgarinnar og ríkisstjórnarsvæði til að tjá reiði sína við þessa ákvörðun. Átök brutust út á Donbass svæðinu í Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa eru Rússar en þeir vilja aukna sjálfstjórn og jafnvel sjálfstæði.. Hópur þekktur sem dónbasska lýðveldið og Luhanska lýðveldið gerðu vopnaða uppreisn og hafa síðan verið í átökum við stjórnvöld í Úkraínu. Í janúar 2017 leiddi átökin til dauða nokkurra úkraínska hermanna og rafmagnsleysi fyrir 16.000 óbreytta borgara meðan á hitabylgju stóð. Vopnahléssamningur hefur verið gerður frá febrúar 2015, en það hefur ekki stöðvað ofbeldið.

10. Suður-súdanska borgarastyrjöldin, Afríka

Frá desember 2013 hafa meira en 50.000 manns látist í Suður-Súdönsku borgarastyrjöldinni - sem þú hefur líklega ekki heyrt um fyrr en nú. Það er áætlað að 1,6 milljónir manna hafi verið flutt frá þessu stríði eða flúið, en næstum 14.000 friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa nú þegar reynt að stöðva átökin. Í tilraun til að binda enda á borgarastyrjöldina undirritaði forsetinn Salva Kiir friðarsamning við uppreisnaleiðtogann en þá brast ofbeldi aftur á milli stjórnvalda og andstæðinganna þrátt fyrir þessu efnilegu skref í átt að friði. Machar flýði síðan landið, og ný varaforseti var skipaður. Suður-Súdan er enn undirorpið stríðsátökum. Átökin versna, frekar en batna, og dánartíðni heldur áfram að hækka. SÞ hefur nú 7.500 friðargæsluliða á vettvangi.

9. Átök í Perú, Suður-Ameríku

Í Perú voru kröftug stríðsátök frá 1980 til 2000, en þar áttust við aðskilnaðarsinnar sem barðist á móti opinberum stjórnvöldum og var baráttan um hvers konar stjórnarfar eigi að ríkja í landinu. Þó að ofbeldi hafi minnkað verulega, hafa mótmælendahópar haldið uppi stöðugum átökum við perúsk stjórnvöld vegna mismununar og ýmissa mannréttindabrota. Næstum 70.000 manns létust í borgarastyrjöldinni, sem sumir telja vera enn í gagni. Hersveitir ríkisstjórnarinnar hafa framið margskonar mannréttindabrot gegn óbreyttum borgurum í Perú. Nýlega hafa mótmælendahópar brugðist við áformum stjórnvalda um námuvinnslu í landinu. Framhald af ofbeldisfullum mótmælum, endurteknum mannréttindabrotum og meðhöndlum fátækra kvenna hafa skarað eld að áframhaldandi átökum í Perú.

8. Óstöðugleiki í lýðveldinu Kongó, Afríka

Átök í Lýðveldinu Kongó eru í gangi, þó það hafi dregið úr þeim undanfarna mánuði. Víðtækur pólitískur óstöðugleiki þar hefur leitt til þess að næstum 500.000 flóttamenn hafa flúið svæðið. SÞ hefur nú 20.000 friðargæsluliða á vettvangi í Kongó. Það eru að minnsta kosti 70 vopnaðir hópar sem starfa þar þrátt fyrir viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á sundrungina. Hryðjuverkahópar eins og ,,lýðræðisöflin fyrir frelsun Rúanda“ og ,,sameinuðu lýðræðisöflin í Úganda“ halda áfram að búa til ofbeldisfull átök með reglulegu millibili og ráðast í sífellu á núverandi ríkisstjórn. Kosningum í landinu hefur nýlega verið frestað og valdið frekari reiði og átökum hjá andstöðuhópum. Mótmælendur sem krefjast kosninga hafa verið drepnir og særðir af lögreglumönnum og öryggisveitum ríkisins.

7. Norður-Kákasus uppreisnir í Rússlandi

Norður-Kákasussvæðið í Rússlandi hefur verið þjáð af ofbeldi í tvo áratugi, þrátt fyrir fækkun dauðsfalla á undanförnum tveimur árum. Nokkrir uppreisnarhópar í Norður-Kákasus hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið, sem er hryðjuverkahópur sem Rússar halda áfram að berjast gegn. Rússneski herinn heftur mætt hryðjuverkaógnunum í Norður-Kákasus með banvænu afli í nokkrum vopnuðum átökum. Opinberlega hefur rússneska ríkisstjórnin nýlega hætt að berjast gegn hryðjuverkum ISIS í Norður-Kákasus. Óopinberlega, hafa skærur og árásir halda áfram að brjótast út á svæðinu sem leiddar eru af hryðjuverkahópum. Norður-Kákasus er á milli Svartahafs og Azovhafi í vestri og Kaspíahafi í austri.

6. Borgarastríð í Vestur Papúa, Asía

Ofbeldisfullt stríðið í Vestur-Papúu er sjaldan, ef nokkru sinni, greint frá í Bandaríkjunum eða vestrænum fjölmiðlum, þó að Bandaríkin hafi gegnt lykilhlutverki í þessum áframhaldandi átökum. Landið varð hollensk nýlenda árið 1898 en Vestur Papúa öðlaðist sjálfstæði árið 1961. Innan mánaða kom Indónesíska ríkisstjórnin inn í nýfrjálst ríkið og hóf vopnuð átök við Hollendinga og íbúa í Vestur-Papúa. Ríkisstjórn Bandaríkjanna ráðlagði Hollandi að afsala sér Vestur-Papúa til Indónesíu, sem landið og gerði. Fólk í Vestur-Papúa hefur verið að berjast fyrir sjálfstæði frá indónesísku ríkisstjórninni síðan. Landið reyndi aftur að lýsa yfir sjálfstæði árið 2000, en þetta leiddi til blóðugra átaka við indónesíska herinn. Fólk í Vestur-Papúa hættir á dauða ef það mótmælir og fangelsisvist fyrir að veifa Vestur Papúa fánanum.

5. Cabinda stríðið í Angóla

Stríðið í Cabinda, einnig þekkt sem Angóla borgarastyrjöldin, er kallað ,,gleymda stríð Angólu." Það er ríkt af olíu og hafa afrískir leiðtoga reynt að aðskilja Cabinda frá restinni af Angóla til þess að nýta sér þessa náttúruauðlind. Angólska ríkisstjórnin hefur barist kröftuglega á móti þessari viðleitni og hefur það leitt til nokkurra blóðugra hernaðaraðgerða. Ríkisstjórnin lýsti því árið 2009 að stríðinu sé opinberlega lokið, en árásaleiðangrar hersins og aðskilnaðarsinna hafa haldið áfram fram til þessa. Lýðveldið Cabinda hefur reynt í mörg ár að fá viðurkenningu sem sjálfstæð þjóð. Eins og er, hefur aðeins Frakkland viðurkennt það sem slíkt. Í augum það sem eftir er af heiminum er Cabinda ennþá hluti af Angóla, ef þjóðir yfir höfuð vita nokkuð af þessum átökum.

4. Stríðið gegn hryðjuverkum í Egyptalandi

Íslamskur hryðjuverkahópur, sem nú er þekktur undir heitinu Wilayat Sinai, hefur staðið fyrir árásum í Egyptalandi frá árinu 2005, þó að oftast sé þessara árása ekki getið. Hópurinn hefur lýst yfir trúnað við íslamska ríkið og hefur hleypt af stokkunum nokkrum árásum á núverandi ríkisstjórn Egyptalands og herstöðvar. Almennir borgarar hafa einnig verið skotmarka í hryðjuverkasóknum sem styrktar eru af Wilayat Sinai. Egypska ríkisstjórnin hefur brugðist við með eigin árásum, sem leitt hefur til eyðingar margra heimila í landinu. Nýlega hefur Amnesty International vakið athygli á fólki sem hverfur á dularfullan hátt eftir að hafa verið í haldi Egyptalandsstjórnar.

3. Blendingsstríðið í Afríku

Blendingsstríðið svonefnda hófst í Mósambík, en hefur einnig breiðst út um Suður-Afríku, í Sambíu, Angólu og Malavíu. Átökin eru á milli núverandi ríkisstjórnar í Mósambík og mósambísku þjóðbaráttuhreyfingarinnar RENAMO. Þetta núverandi stríð hefur verið brennimerkt af ofbeldisfullum átökum allt frá árinu 2013 og jókst spenna upp úr byrjun árs 2016. Mósambíski frelsisherinn, FRELIMO, hefur yfirráð yfir hluta svæðisins. Með aukinni spennu milli hópanna eru örlög Mósambík og nærliggjandi svæða óviss. Staða Mósambík sem efnahagslegs veldis á svæðinu gæti valdið því að blendingsstríðið muni spennast upp og aukast mikið næstkomandi mánuði og ár.

2. Hernaðarspenna í Austur-Kínahafi

Í mörg ár hefur verið vaxandi spenna milli Japans og Kína í Austur- Kínahafi. Bæði löndin hafa aukið hernaðarumsvif sín á svæðinu. Kína hefur nýlega byggt ný herskip til að vakta svæðið og aukið umsvifin sín til muna. Japan hefur sent meira en 500 sinnum herþotur gegn kínverskum flugvélum sem fljúga nálægt landamærum þeirra. Á milli landana er ágreiningur um eignarhald á Senkaku / Diaoyu eyjunum, sem Japan gerði tilkall til árið 1895. Kína lagði fram eigin kröfu á átta umdeildum eyjum á áttunda áratugnum. Þegar japanska ríkisstjórnin keypti þrjár eyjanna frá einkaaðilum árið 2012, fór spenna á milli landanna vaxandi á ný.

1. Nagorno-Karabakh átökin

Brot á vopnahléssamningi í apríl mánuði 2016 sýnir að spenna á þessum umdeildu landamærum milli Armeníu og Aserbaídsjan er að aukast hættulega. Íbúar þessa svæðis eru 95 prósent Armenar en landið er viðurkennt af heiminum að vera hluti af Aserbaídsjan. Þau tvö lönd náðu að lifa samkvæmt samkomulaginu sín á milli þar til Sovétríkin hrundu og leiddi það til stríðs í byrjun níunda áratugarins þegar svæðið lýsti yfir sjálfstæði. Frá því að vopnahléið frá 1994 var komið á, voru brot á samningnum tíð og mikið ofbeldi. Fimm hermenn sem berjast fyrir Aserbaídsjan voru nýlega drepnir af armenskum aðskilnaðarmönnum í febrúar mánuði 2017 á landamærum.

Það geisa stríðsátök um allan heim, banvæn átök á hverjum einasta degi. Borgarar eru myrtir, pyntaðir og fluttir til vegna hryðjuverka, óstöðugleika ógnarstjórnar og mannréttindabrota. Þegar þessi stríð eru alveg gleymd og hunsað, þá er hvert dauðsfall enn hryllilegra og sorglegra.

Heimild: http://www.theclever.com/15-wars-happening-right-now-that-no-one-talks-about/