Frjálslyndur hæstaréttardómari í Bandaríkjunum látinn

Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari Bandaríkjanna lést 87 ára að aldri.

Ruth Bader Ginsburg, sem hefur verið þaulsetinn og langvarandi dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna og hefur skipt miklu máli í úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna síðastliðina áratugi er nú látin. Hún hef náð nánast stöðu sértrúarsöfnuðarleiðtoga meðal frjálslindra, lést á föstudag 87 ára að aldri vegna fylgikvilla í kringum meinvarpa í krabbameini í brisi.

Sem dómari Hæstaréttar, sem eyddi meira en tveimur áratugum á bekknum í æðsta dómstól landsins, og lætur eftir sig tvö börn , Jane Carol og James Steven Ginsburg. en hún var skipuð í Hæstarétt árið 1993 af Bill Clinton forseta, var þekkt fyrir mjúka framkomu sem birtist í umhyggju fyrir réttindum hvers Bandaríkjamanns og skuldbindingu til að halda stjórnarskrá Bandaríkjanna.

En hún sem dómari og Demókrati var fylgjandi ,,framsæknum hugmyndina” eins og fóstureyðinga og afnám skotvopnnaeignar almennings í Bandaríkjunum. og í augum margra Bandaríkjamanna var hún persónugervingur ,,dauða margra ófæddra bandaríkskra barna”.

Frá­fall Gins­burg og þar með brott­hvarf henn­ar úr stóli dóm­ara mun gefa Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta færi á að til­nefna dóm­ara við rétt­inn í henn­ar stað og gæti arfleið stjórnar Donalds Trumps þar með varað í marga áratugi, jafnvel þótt hann hrökklist frá völdum eftir fáeina mánuði.

Íhaldssinnaðir hæstaréttardómarar voru fleiri en frjálshyggjumenn við dómstólinn, 5-4 fyrir andlát Ginsburg. Með skipun nýs hæstaréttardómara úr röðum íhaldssinna gætu þeir haft traustan 6-3 meirihluta. Demókratar vilja bíða eftir skipun nýs Bandaríkjaforseta, áður en nýr hæstaréttadómari verði skipaður en þeim verður líklega ekki að ósk sinni því þetta er einstakt tækifæri Donalds Trumps til að hafa langvarandi pólitísk áhrif á stefnu landsins næstu áratugi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR