Flæðir um húsagötur: Mesta rigning í mörg ár

Danir glíma þessa dagana við mikil flóð vegna rigninga.  Ringt hefur í marga daga og blásið á köflum hressilega. Ár hafa flætt yfir bakka sína og margir bæir eru hreinlega á floti. Sérstaklega er ástandið slæmt á Jótlandi.

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun um miklar rigningar í dag og að ástandið muni ekki batna. Úrkoman mun ná hámarki í nótt. 

Bæjaryfirvöld biðja þá sem eiga bíla á bílstæðum við höfnina í Esbjerg um fjarlægja þá að vegna óveðurs og rigningar í kvöld og nótt. Geri fólk það ekki mun bæjarfélagið  hefjast handa og fjarlægja þá seinni partinn í dag. 

Ferjusiglingum aflýst

Ferjusiglingum hefur verið aflýst til dæmis milli Hirtshals og Kristiansand og Larvik í Noregi. Íbúar margra bæja eru í vandræðum vegna vatnavaxta svo sem í Holsterbro og Vejle. Í Horsens hafa íbúar 11 íbúðarblokka verið gert að yfirgefa húsnæði sitt vegna flóða og útliti fyrir að þau muni aukast frekar en sjatna næstu sólarhringa.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR