Falsfréttir og samfélagsmiðlar stóra málið í haust segir Silja Bára Ómarsdóttir í Silfrinu

Silja Bára, sem er stjórnmálafræðingur og álitsgjafi RÚV, virðist hafa miklar áhyggjur af gengi demókrata í forsetakosningunum í ár.  Hún heldur því fram að Demókratar þurfi að auka kosningaþátttöku til að frambjóðandi þeirra geti lagt Donald Trump í forsetakosningunum í nóvember. ,,Silja Bára telur jafnframt að demókratar hafi ekki enn fundið frambjóðanda sem geti aukið kosningaþátttöku.“, segir á ruv.is

Hún kom inn á annað sem eru áhrif falsfrétta og og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að hvetja fólk til að mæta á kjörstað eða sitja heima. Það er orð að sönnu að falsfréttir hafa verið í sviðsljósinu en það var ekki fyrr en eftir að Donald Trump vakti athygli á því fyrst.  Fólk var í fyrstu vantrúað á orð hans, en síðan hefur komið betur í ljós með hverjum degi að falsfréttir eru út um allt. 

Verst er að falsfréttir eru ekki bara í samfélagsmiðlunum, heldur vaða þær uppi hjá áður virtum fjölmiðlum. Ljóst er til dæmis að stórir fjölmiðlar eins og The Washington Post,  New York Time, MSNBC og síðan en ekki síst CNN, eru í hreinu stríði við núverandi Bandaríkjaforseta og fara ekki leynt með það. Þar á bæjum er sagðar fréttir en með eigin túlkunum á gangi mála. Áhorfendi eða lesandi fær ekki að mynda eigin skoðun í friði, því að fjölmiðillinn þarf að koma að sinni hlið og hefur alfarið gleymt gamla móttóinu að flytja hlutlausar fréttir og vera eingöngu miðlari. 

Snúið er út úr sannleikanum og ef það er ekki hægt, þá er hreinlega sleppt að flytja fréttina eða hafa hana neðanmáls.  Sama tilhneyging er hjá Samfélagsmiðlunum, eins og Facebook og Twitter og fleiri. Þeim finnst eins og þeir eigi að skipta sér af samskiptum og miðlum upplýsinga notenda sinna og í raun fara í hlutverk ritstjórans með ritskoðunarvalds.  Hvað verður þá um tjáningarfrelsið?

Sömu þróun má sjá á Íslandi, því að blaðamennska eða fréttamennska stendur á brauðfótum. Fyrir því er einföld ástæða, engir fjármunir til að stunda rannsóknarblaðamennsku eða kafa ofan í hlutina. Sjá má þetta af erlendum fréttaflutningi en þar apa íslenskir fjölmiðlar upp það sem t.d. CNN eða The Washington Post segja og leggja ekkert mat á tilgang eða hvaða vegferð þessir erlendu fjölmiðlar eru á.

Þegar kemur að íslenskum fréttum, þá er framsetning stundum með endæmum. Sjá má þetta skýrast þegar sagt er frá brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið höfnun á réttmætum forsendum, en Útlendingastofnun sett í hlutverk vondu nornina sem vísar barni eða börnum þeirra á dyr, eftir að þau hafa lært íslensku. Það er sem sé verið að vísa börnunum en ekki foreldrunum sem drógu barnið á hjara veraldar, á dyr.  Þetta er ekki hlutlaus fréttaflutningur og gengur RÚV þar fremst í flokki.

Íslenskir fjölmiðlarnotendur verða því eftir sem áður, að skipta um fjölmiðlagleraugu, eftir því hvaða fjölmiðil þeir eru að nota hverju sinni. Þeir hafa því í stórauknu mæli leitað á náðir samfélagmiðlanna að fréttum sem eru ekki matreiddar ofan í þá og þá verða opinberu fjölmiðlarnir móðgaðir og kalla það falsfréttir sem fólk les þar.  En það verður ekki aftur snúið, einokunin á fréttum er liðin og ef samfélagmiðlarnir beita ekki ritskoðun, þá er góssendtíð fyrir fólk sem leitar að sannleikanum um hvað er eiginlega að gerast í heiminu!

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR