Erlent | 12.February

Vinsældir Donalds Trumps í hæstu hæðum

Samkvæmt nýrri könnun sem kom út á mánudaginn, nýtur Donald Trump stuðnings 52% kjósenda, sem er hæsta prósentustig sem hann hefur náð síðan skömmum eftir vígslu hans inn í embætti forseta Bandaríkjanna árið 2017.

Skoðunarkönnunarfyrirtækið Rasmussen sem gerir daglega skoðunarkönnun á fylgi ríkjandi forseta, birti þessa niðurstöðu sem sýnir að 47% líklegra kjósenda í Bandaríkjunum eru líklegir til að mislíka árangur starfa hans.

Vinsældir Trumps mældust hæst um 55% nokkrum dögum eftir að hann var vígður inn í embættið þann 20. janúar 2017.

Forsetinn minntist á þessa niðurstöðu í tvíttiog sagði ,,Trump nær 52% og stuðar Washington. Besti árangur í mörg ár.“

Fylgi Trumps hefur verið að auka síðan hann hélt stefnuræðu sína (State of the Union speech) síðastliðinn þriðjudag fyrir Bandaríkjaþing og í kjölfar 35 daga lokun hluta af alríkisstofnunum vegna landamæraöryggismála og kröfu hans um fjármögnun upp á 5,7 milljarða dollara fyrir landamæravegg.

Skoðunarkönnun Rasmussen sýnir að vinsældir Trumps voru um 46% daginn þegar lokun ríkisstofnanna hófst 22. desember og féllu niður í 43%, 14. janúar síðastliðinn.