Erlent | 06.January

Vilja knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB vegna Trumps

Morten Østergaard formaður stjórnmálaflokkurinn Radikale Venstre í Danmörku leggur mikla áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla um framsal fullveldis á sviði lögreglu- og dómsmála verði haldin aftur í Danmörku en slík atkvæðagreiðsla var haldin í mars 2015 þar sem danska þjóðin hafnaði frekara framsali fullveldis og nánara samstarfi í þessum málum. Formaðurinn vill í leiðinni að Danir kjósi um að taka þátt í evrópskum her.

Helstu rök formanns Radikale virðast vera ofurhræðsla við Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Østergaard segir að danska þjóðin megi engan tíma missa í að Danir renni sínum lögreglumálum enn frekar inn í Evrópusambandið því baráttan gegn glæpamönnum sem flæða milli landa hefur aldrei verið brýnni en nú. Þessi orð formannsins finnst mörgum athyglisverð í ljósi þess að Evrópusambandið gengur hart fram í því að að fella niður landamæri. Danir hafa hinsvegar tekið upp landamæragæslu á landamærum Danmerkur og Þýskalands og hafa fenið fyrir það ákúrur frá ESB. Dönsk stjórnvöld segja reynsluna af landamæragæslunni ótvíræða. Tekist hafi að koma í veg fyrir smygl á vopnum, mansal og hryðjuverk með upptöku landamæragæslunnar en það var Danski þjóðarflokkurinn sem nánast þvingaði ríkisstjórnina á sínum tíma til að taka upp landamæraeftirlit, sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hana.

- Og hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum þá er nauðsynlegt að löndin í Evrópu þétti raðirnar og verði sterkari rödd í alþjóðlegum öryggismálum. Svo við verðum að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fyrst – að minnsta kosti strax í 2019, segir leiðtogi flokksins Morten Østergaard, í viðtali við Danska ríkisútvarpsins um málið.

Þegar Morten Østergaard er spurður um hvort ekki eigi að virða þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var fyrir þremur árum síðan þar þjóðin hafnaði frekari samstarfi við ESB svarar Østergaard: „Við virðum, að reynt var að hafna þessu samstarfi [í lögreglu og dómsmálum] nýlega. Og þess vegna segjum við líka, að nú snýst þetta aðeins um lögreglusamvinnu og það að berjast gegn glæpum yfir landamæri. Við erum ekki að tala um að kjósa um allan pakkann.“

Undirtektir annarra flokka í Danmörku eru engar. Ekki einu sinni frá Sósíaldemókrötum systur flokki Samfylkingarinnar á Íslandi sem talar einna ákafast fyrir ESB aðild Íslands ásamt Viðreisn.