Erlent | 21.November

Utanríkisráðherra Dana segir Svía hafa svikið þá: Enn ein birtingarmynd þess að ESB sé að liðast í sundur?

Danski utanríkisráðherrann segir Svía hafa svikið þá og allar Norðurlandaþjóðir þegar þeir studdu ekki að Lyfjastofnun Evrópu yrði staðsett í Kaupmannahöfn. Svíar hafi ekki bara svikið Dönsku þjóðina heldur líka Norræna samvinnu hefur danska ríkisútvarpið eftir honum í umfjöllun um málið.

Anders Samuelsen utanríkisráðherra Dana þakkar þeim þjóðum sem studdu Dani í málinu en segist jafnframt vera ákaflega vonsvikinn yfir svikum Svía.

Lyfjastofnun Evrópu þarf að flytja frá Bretlandi í apríl 2019 og Danir gegnu hart eftir að fá stofnunina til Kaupmannahafnar. Stofnunin verður flutt til höfuðborgar Hollands, Amsterdam.

Samuelsen segir að niðurstaðan muni hafa afleiðingar fyrir samvinnu Dana og Svía.

Hann segir að það sé umhugsunarefni að Svíar hafi ekki staðið með Dönum í þessu máli. Andstæðingar Evrópusambandsins segja málið enn eina birtingarmynd þess að Evrópusambandið sé að liðast í sundur.