Erlent | 02.July

Umdeildur borgarstjóri skotinn af leyniskyttu

Antonio Halili borgarstjóri í borginni Tanauan á Fillippseyjum var skotinn af leyniskyttu í morgun þegar hann var viðstaddur fánahyllingu við ráðhúsborgarinnar.

Að sögn lögreglunnar var hann skotinn einu skoti í brjóstkassann. Ekki er vitað hverjir stóðu að morðinu.

Borgarstjórinn var mjög umdeildur fyrir að láta grunaða og dæmda glæpamenn marsera um götur borgarinnar til sýnis fyrir aðra borgarbúa og sem refsingu fyrir glæpi sína.

Halili var mikill aðdáandi Duterte forseta og sagði talsmaður forsetans að banamenn hans yrðu leitaðir uppi og þeim refsað fyrir morðið.

CNN fjallar um málið og birti myndband sem starfsmaður ráðhússins tók af atburðinum.


Nýjustu fréttir

No ad