Erlent | 12.January

Trump virðir kjarnorkusamkomulagið við Íran

Samkvæmt heimildum Reuters ætlar Donald Trump forseti Bandaríkjanna að framlengja kjarnorkusamkomulaginu sem Bandaríkin og önnur stórveldi gerðu við Íran árið 2015 og hreyfa ekki við það í bili að minnsta kosti.

Hins vegar var búist fyrirfram við að Trump myndi ekki endurnýja hann og gefa Bandaríkjaþingi og evrópsku bandamönnum sínum ákveðin tímamörk til að lagfæra samkomulagið segir heimildamaður Reuters. Án lagfæringa er búist við að Trump muni endurnýja hótun sína um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu.

Trump þurfti í dag að ákveða hvort hann myndi aflétta undanþágu við refsiaðgerðir eða ekki. Ákvörðun um að draga til baka undanþáguna myndi hafa þau áhrif að enda samninginn um takmörkun á kjarnorkuáætlun Írans. Búist er við formlegri tilkynningu í dag, föstudag.

Þrátt fyrir að Trump ætli að virða samkomulagið, ætlar hann eftir sem áður að koma á nýjum og sértækari refsiaðgerðum gegn Íran segir heimildamaðurinn.

Tveir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Trumps sögðu Reuters á þriðjudaginn var að forsetinn, hafi látið í ljós tregðu til að hlýða ráðleggingum ráðgjafa sinna sem mæltu með að hann myndi ekki endurbæta eða eiga við núverandi samkomulag.

Trump hefur ítrekað látið í ljós skoðun sína um að fyrirrennari sinn, Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseti og demókrati hafi gert slæman samning fyrir Bandaríkin með því að ganga að skilmálum hans.

Obama var forvígismaður þess að koma á þessu samkomulagi en það er talið vera lykillinn að því að koma í veg fyrir að Íran smíði sér kjarnorkuvopn en það felur m.a. í sér að efnahagsrefsiaðgerðum verði aflétt gegn því að stjórnin í Teheran bakki með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Þetta samkomulag var einnig undirritað af hálfu Kína, Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Evrópusambandsins.