Erlent | 20.February

Taka hart á brotlegum innflytjendum:16 ára vísað úr landi og ævilangt endurkomubann

16 ára pakistanskur drengur hefur hefur verið dæmdur af Landsrétti Danmerkur í ævilangt endurkomubann til Danmerkur eftir að hann réðst á 14 ára dreng í skemmtigarðinum Bakken norður af Kaupmannahöfn með hníf og særði alvarlega. Áður hafði drengurinn fengið vægan dóm í undirrétti en Landsréttur taldi brotið mjög alvarlegt en að auki var horft til þess að drengurinn hafði áður hlotið dóm fyrir aðild að fjórum ránum í Danmörku. Í dómorði vísar Landsréttur til útlendingalaga sem hafa verið mjög hert síðustu ár fyrir tilstuðlan Danska Þjóðarflokksins.