Erlent | 04.March

Sýrlenski herinn endurheimtir landssvæði

Sýrlenski herinn lýsti nýverið yfir að hann hafi ráðist á stöðvar uppreisnamanna í Austur – Ghoula og varpað sprengjum í tvo daga samfleytt í hermdarskyni vegna skotárása á Damascus en í þessum aðgerðum hafi hann náð valdi á landbúnaðarlandi og bæjum sem áður var í höndum uppreisnamanna.

Í yfirlýsingu hersins, segir að ,,mikill fjöldi hryðjuverkamanna“ hafi látið lífið og fjöldi höfuðstöðva, víggirðinga og gangna hafi verið eytt.

Herinn heldur því fram að aðgerðir hans hafi átt sér stað utan vopnahléstíma sem ákveðinn hafi verið eða milli klukkan 9:00 til 2:00 (0700 GMT til 1200 GMT) en umrætt vopnahlé var skipulagt af Rússum, sem eins og kunnugt er, hefur barist við hlið sýrlensku stjórnarinnar í borgarastyrjöldinni.