Erlent | 07.May

Spánarveður í Danmörku næstu daga

Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Dani síðustu daga. Hitatölurnar hafa farið hækkandi og á næstu dögum má búast við að hiti verði frá 22 gráðum upp í 26 gráður og létt skýjað eða heiðskýrt um land allt. Danir sjást nú spóka sig um á stuttbuxum, sandölum og ermalausum bol.

Hér á Íslandi er útlitið ekki eins spennandi en það lítur út fyrir rigningu næstu daga og hitinn verður frá 2 til 11 stig á landinu.