Erlent | 06.September

Skýr afstaða í málefnum hælisleitenda virðist vera að auka fylgi Framfaraflokksins: Stjórnin heldur velli í Noregi

Ný skoðanakönnun sýnir að Framfaraflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi sem ætti að tryggja lífdaga núverandi stjórnar eftir kosningar. Það NRK sem skýrir frá.

Samkvæmt könnuninni gæti Framfaraflokkurinn verið að vinna sinn stærsta sigur í þingkosningum. Árangur flokksins myndi tryggja stjórninni minnsta mögulega meirihluta á þingi.

Framfaraflokkurinn hefur bætt við sig 2 prósentustigum frá síðustu kosningum og fengi hann 17 prósent samkvæmt könnuninni. Formaður flokksins Siv Jensen segir að þessar fréttir séu eins og vítamínsprauta nú aðeins viku fyrir kosningar.

Margir rekja sterka stöðu Framfaraflokksins til hispurslausrar framkomu innflytjendaráðherra flokksins, Sylvi Listhaug, í umræðum um hælis- og flóttamannavandann í Noregi og Svíþjóð. Hún olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku þegar hún heimsótti sænskan borgarhluta í Stokkhólmi, Rinkeby, sem er einn af þeim borgarhlutum sem kallaður hefur verið „No go zoner“. Þar virðast ráða ríkjum gegni innflytjenda og hættir lögregla sér helst ekki inn í þessi hverfi. Heimsókn Listhaug og sú athygli sem hún beindi að málinu kallaði fram hastarleg viðbrögð jafnaðarmanna í Noregi og Svíþjóð. Var hún meðal annars sökuð um að draga upp þá mynd af Norðmönnum að þeir væru hatursfullt fólk.