Erlent | 28.July

Skýfall í Danmörku á morgun sunnudag

Margir Danir fagna spá veðurstofunnar um rigningu á morgun. Reyndar er reiknað með skýfalli. Miklir hitar hafa verið í Danmörku eins og í Noregi og Svíþjóð og hefur meðalhitinn verið um 25 stig. Undanfarið hefur hitinn náð 30 gráðum og hafa bæði garðeigendur og bændur nánast legið á bæn eftir rigningu. Ekki hefur rignt í landinu í samfleytt 56 daga.

Á morgun má búast við að regn falli frá 10 millimetrum upp í 30 millimetra. Skýfallið mun ganga yfir á einum degi og þá fer allt í sama horf og má búast við 30 stiga hita strax í byrjun næstu viku.