Erlent | 19.February

Samtals 16 ríki stefna neyðaryfirlýsingu Donalds Trumps fyrir dómstóla

Alls hafa 16 ríki sameinast í málsókn gegn neyðaryfirlýsing Trump forseta sem á að fjármagna landamæramúrinn á mexíkósku landamærunum fyrir milljarða dollara.

Málsóknin var lögð fyrir alríkisdómsstólnum í San Francisco og þar segir að forsetinn hafi ekki vald til að flytja fé vegna þess að Bandaríkjaþing stjórnar ráðstöfun fjármagns, samkvæmt yfirlýsing skrifstofu dómsmálaráðherra Kaliforníu.

Öll ríkin sem höfða málið eru stjórnað af Demókrötum – þar á meðal er New York, Kalifornía, Colorado, Delaware, Maryland, Oregon og önnur ríki.

Dómsmálaráðherra Kaliforníu, Xavier Becerra, hélt því fram að forsetinn sjálfur sé meðvitaður um að eigin yfirlýsing hans sé ekki byggð á löglegum og traustum grundvelli.

,,Trump forseti meðhöndlar lög með mestri fyrirlitningu,“ sagði Becerra í yfirlýsingu. ,,Hann veit að það er ekkert neyðarástand á landamærunum og hann viðurkennir að hann muni líklega tapa málinu fyrir dómstóli.“

Hann bætti því við að Trump sé ,,tilbúinn að ráðskast með embætti Bandaríkjaforseta til að taka þátt í athæfi sem er andstætt stjórnarskránni, einungis til þess að sannfæra fylgismenn sína um að hann sé ,,skuldbundinn til að reisa fallega landamæravegginn sinn“.“