Erlent | 09.January

Rússneskir málaliðar í Afríku?

Nýleg umsvif Rússa í Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu hafa orðið tilefni að vangaveltum meðal sérfræðinga í málefnum Afríku. Með nýjum efnahagslegum tengslum hafa umsvif Rússa innan Miðafríkuríkja stóraukist og borið hefur á fréttum af starfsemi rússneskra málaliða í ríkjunum Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu.

Þetta er sérstaklega viðkvæmt í Súdan, þar sem verið hefur útbreidd og oft ofbeldisfull mótmæli gegn stjórnvöldum. Stjórnvöld í Moskvu beina æ meira athygli sinni að Afríku sunnan Sahara og hefur verið að þróa viðskipti, öryggis- og varnarmál sín á þessu svæði. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok í byrjun tíunda áratugarins, hefur vera Rússa í álfunni og áhrif verið í lágmarki en undanfarin ár hafa þeir stóraukið umsvif sín, sérstaklega hvað varðar sölu vopna en á móti hafa þeir keypt málma og eðalsteina.

En hvað vitum við um starfsemi Rússlands í Afríku og hversu mikil er hún?

Rússneskir málaliðar?

Í margar vikur hefur fólk í Súdan farið út á götur í borgum víðs vegar um landið og sakað ríkisstjórnina um að hafa eyðilagt efnahaginn. Í þessu spennuþrungna andrúmslofti eru á lofti ásakanir meðal sumra mótmælenda og fjölmiðla um að rússneskir herverktakar hafi hjálpað eða verið í ráðgjafhlutverki gagnvart öryggisveitum Súdan.

Samkvæmt rannsókn sem BBC gerði á seinasta ári, hafa birst á yfirborðinu gögn frá heimildamönnum sem eru með sambönd innan hernaðargeirans í landinu um að rússneskir málaliðar hafi verið í Súdan.

Í nágrannaríkinu Mið-Afríkulýðveldinu, segjast rússnesk stjórnvöld hafa verið að efla opinber öryggissamskipti sín við ríkið en þarlend stjórnvöld sem njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna hafa sætt mikilli andstöðu innanlands.

Vangaveltur um umfang rússneskra umsvifa í Mið-Afríkulýðveldinu fengu byr undir báða vængi í júlí síðastliðnum eftir dauða þriggja rússneskra blaðamanna, sem fóru þangað til að rannsaka fréttir af starfsemi málaliða í landinu.

Rússneskir embættismenn hafa gert lítið úr fréttum af stórfelldum umsvifum málaliðastarfsemi í Mið-Afríkulýðveldinu.

En sumir sérfræðingar telja að einkahersveitir gegni mikilvægu hlutverki – óljósu þó - hlutverki á svæðum þar sem Rússland leitast við að viðhalda eða auka áhrif sín.

Og á blaðamannafundi í desember var Vladimir Pútín forseti Rússlands spurður um meinta málaliðastarfsemi og sagði hann að þeir hefðu rétt til að ,,efla viðskiptahagsmuni sína hvarvetna á jörðinni.“

Endurkoma til Afríku

Fyrrum Sovétríkin léku mikilvægt hlutverk í álfunni eða þar til efnahags- og pólitísk áhrif hurfu við fall ríkisins í lok kalda stríðsins.

Í dag er Rússland "…að leitast við að endurheimta og styrkja stöðu sína í Afríku," að sögn Inna Andronova, frá Efnahagsháskóla Moskvu. Helsta útflutningsvara þeirra eru rússnesk vopn og hefur sala þeirra aukist frá ári til árs.