Erlent | 07.February

Rússar tilbúnir í nýjar kjarnorkuvopnaviðræður

Rússar segjast vera reiðubúnir til að íhuga nýjar tillögur frá Bandaríkjunum til að koma í stað kjarnavopnasamninga kalda stríðsins með víðtækari samkomulagi sem felur í sér að fleiri lönd séu með,sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, á fimmtudag.

Rússar sögðu sig frá samninginum um bann á meðaldrægum kjarnorkuvopna síðastliðna helgi, eftir að stjórnvöld í Washington tilkynntu að þau myndu draga sig frá samkomulaginu innan sex mánaða nema Rússland hætti að brjóta samninginn, ásakanir sem stjórnvöld í Mosku hafna.

Samningurinn frá 1987 bannaði ríkin tvo, sem eru stærstu kjarnorkuvopnaveldi veraldar, að framleiða og beita meðaldrægum eldflaugum með kjarnavopnum á meðan slík bann hefur ekki gilt um önnur ríkis sem eru frjálst að búa til og nota.

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði í síðustu viku að hann væri viljugur að taka upp viðræður sem miðuðu að því að búa til samning um nýtt vopnaeftirlitskerfi.

,,Við sáum auðvitað tilvísunina í yfirlýsingu forseta Trump um möguleika á nýju samkomulagi sem gæti verið undirritaður í fallegu herbergi og að þessi samningur ætti einnig að innihalda önnur lönd sem þátttakendur þess," sagði Ryabkov.

,,Við hlökkum til þess að þessi tillaga verði gerð áþreifanleg og sett á pappír eða með öðrum hætti ..." sagði Ryabkov sagði á blaðamannafundi í Moskvu.

Ryabkov sagði jafnframt að Bandaríkin hafi ekki sent rússneskum stjórnvöldum einhverjar áþreifanlegar tillögur um nýjan samning.