Erlent | 08.March

Ríkisstjórn Finnlands segir af sér

Ríkisstjórn Finnlands sagði af sér á föstudaginn eftir að áætlanir um umbætur á heilbrigðiskerfinu voru hafnað, en þessar umbætur hafa verið lykil pólitík, samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu finnska forsetans, en þetta er talið muni henda landið í pólitískt tómrúm.

Forsetinn samþykkti afsögn forsætisráðherra landsins, Juha Sipila, en bað ríkisstjórnina að starfa áfram sem bráðabirgðastjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Fall ríkisstjórnarinnar kemur aðeins einum mánuði fyrir fyrirhugaðar þingkosningar og eftir að Sipila mistók að koma í gegn umbæturnar. Breytingarnar voru mikilvægar fyrir þriggja flokka stjórnina um að koma jafnvægi á fjármál hins opinbera.

Minnkandi fjárframlag rekst á við aukinn heilsugæslukostnað semört vaxandi fjölgun eldri borgara í Finnlandi veldur. En að lækka kostnaðinn er stór pólitískt hindrun í landinu sem hefur sögulega veitt mikið í dýrt heilsugæslukerfi.

Sipila sagði af sér ,,vegna þess að ekki er hægt að ná fram umbætur á heilsugæslukerfið á forsendum þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Antti Kaikkonen, sem er forvígsmaður hóps Miðflokksins á finnska þinginu en hann ritaði þetta á Twitter. Nokkrar ríkisstjórnir hafa reynt að koma í gegn umbótum á mismunandi vegu síðastliðin tólf ár.

,,Þar sem þegar var búið að ákveða kosningar þann 14. apríl næstkomandi, þá er afsögn ríkisstjórnarinnar ekkert stór mál á þessum tímapunkti. Samt, mun þetta búa til nokkrar ljótar forsíðufréttir,“ að sögn aðalfréttarýni Nordea á Twitter.

Samkvæmt mati ríkisstjórnarinar myndu umbæturnar minnka árlegan vöxt hið opinbera velferða- og heilbrigðiskerfisins niður í 0,9 prósent frá núverandi áætlun um árlegan vöxt um 2,4% milli 2019 og 2029.

Sipila hafði áður sagt að hann myndi leysa upp mið-hægri stjórnarina ef henni mistækist að þrýsta í gegnum umbætur á sviði heilbrigðismála sem og umbætur á sveitastjórnastiginu.