Erlent | 05.January

Rekin úr verkalýðsfélagi fyrir að kjósa Svíþjóðardemókrata

Maður nokkur í Svíþjóð hefur verið rekin úr verkalýðsfélagi sínu vegna þess að hann er stuðningsmaður Svíþjóðardemókrata.

Maðurinn sem heitir Lars-Erik Stadler deildi bréfinu sem hann fékk frá verkalýðsfélagi sínu á facebook og hefur gjörningurinn vakið hneykslan margra og furðu þar í landi. Hefur bréfinu verið dreift víða á netinu enda sennilega einsdæmi að fólk sé rekið úr verkalýðsfélagi fyrir að nýta sér lögmætan kosningarétt sinn í þingkosningum eða vera yfirlýstir stuðningsmenn ákveðins stjórnmálaflokks.

Sumir sem hafa tjáð sig um málið segja að þetta sé þróun sem sé fyrir séð. Vinstri elítan í Evrópu, sem margir kalla góða fólkið, svífist einskis þegar þegar kemur að skoðana kúgun. Slíkar raddir hafa einnig verið uppi hér á landi og er þá bent á mál kennara á Akureyri oft nefndur Snorri í Betel sem rekin var úr starfi fyrir að benda á tilvitnun í Biblíunni tengt samkynhneigð og mál háskólakennara í Háskóla Reykjavíkur sem rekin var úr starfi fyrir að tjá skoðun sína á femínistum á lokaðri síðu. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum Hæstaréttardómari skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann ljóstraði upp um lokaða síðu góða fólksins þar sem niðrandi og viðbjóðsleg orð voru viðhöfð um hann og aðra í samfélaginu sem ekki eru sömu skoðunar og vinstri elítan eða góða fólkið hér á landi. Það virðist því skipta máli hvort menn heita Jón eða séra Jón hér á landi líkt og í Svíþjóð. Nema auðvitað að menn heiti séra Davíð Þór Jónsson, þá gegnir öðru máli eins og frægt er. Ýmsir á hægri væng stjórnmálana hér á landi hafa varað við þessari þróun sem á sér stað á vinstri væng stjórnmálanna og líkt henni við fasisma og spurt hvenær vinstri fasisminn ná hámarki sínu. Í því sambandi er bent nokkur stig í þróun fasisma. Fyrst er það skoðana kúgun og einelti. Þegar það dugar ekki eru menn reknir úr vinnu fyrir skoðanir sínar. Dugi það ekki heldur nái fasisminn hæsta stigi sem er að taka annað fólk af lífi fyrir skoðanir sínar. Þessarar spurningar hefur meðal annars verið spurt af þáttastjórnandanum Pétri Gunnlaugssyni á Útvari sögu en útvarpsstöðin er í litlu uppá haldi hjá góða fólkinu á Íslandi.

Hvað umræddur Lars-Erik Stadler í Svíþjóð hyggst gera í málinu lætur hann ekki uppi ennþá. En einn þeirra sem tjá sig um bréfið, Jan Erlandsen, hittir sennilega naglann á höfuðið þegar hann segir: „Mér finnst að þeir hefðu nú getað sleppt því að skrifa [undir bréfið] „Með vinsamlegri kveðju“ („vänlig“hälsning),