Erlent | 13.August

Raunsæisstefna Svíþjóðardemókrata skilar þeim miklu fylgi

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun sem sænska ríkisútvarpið (svt.se) gerði munu Svíþjóðardemókratar verða sigurvegarar næstu þingkosninga þar í landi. Flokkurinn verður annar stærsti flokkur Svíþjóðar, fast á hæla Sósíaldemókrata en sumar kannanir hafa sýnt Svíþjóðardemókrata jafnvel stærri en Sósíaldemókrata.

Svíþjóðardemókratar hafa fylgt raunsæisstefnu í málefnum hælisleitenda frá upphafi og virðist sú stefna nú vera að skila þeim góðu fylgi.

Samkvæmt könnunni fær flokkurinn 80 þingmenn en Sósíaldemókratar fá 88 þingmenn. Á þingi Svía, Ríkisdeginum, sitja 349 þingmenn.

Sósíaldemókratar hafa lengst af stjórnað landinu og er systurflokkur Samfylkingarinnar íslensku. Svíþjóðardemókratar eiga einnig systurflokk hér á landi sem er Íslenska þjóðfylkingin. Sá flokkur hefur gengið í gegnum mikinn mótbyr frá stofnun líkt og Svíþjóðardemókratar gerðu einnig upphaflega fyrst eftir að flokkurinn var stofnaður.

Svíþjóðardemókratar komust upphaflega inn á þing með 5.7 prósent atkvæða en ef gengið yrði til kosninga núna fengi flokkurinn 21.6 prósent atkvæða samkvæmt könnun SVT.