Erlent | 09.January

Pia stendur fast gegn karlrembu: Sendiherra Írans ekki velkomin í veislu þingsins

Enn eitt árið situr sendiherra Írans heima frekar en að koma í nýársveislu danska þingsins og taka í höndina á forseta þingsins vegna þess að hún er kona. Piga Kjærsgaard forseti þingsins segir að það sé ekki val, fyrir erlenda sendiherra sem mæta í veisluna, hvort þeir taki í höndina á henni eða ekki, það sé skylda og kurteisi.

Þessi deila hefur staðið við þá sem hafa gengt sendiherrastöðu Írans í Kaupmannahöfn þau ár sem Pia hefur gengt forsetastöðunni.

Eitt árið komst þáverandi sendiherra Írans, Morteza Moradian, framhjá þessari skyldu með því að mæta of seint, viljandi, og var honum þá vísað til borðs af starfmanni þingsins enda formleg dagskrá þá byrjuð. Hann ætlaði síðan að endurtaka leikinn árið eftir en var þá einfaldlega vísað frá veislunni.

Forseti danska þingsins lítur á neitun múslímskra diplómata að taka í höndina á henni vegna þess að hún er kona sem argasta dónaskap og karlrembu.

Hún segist ekki hafa neinn skilning á þessari hegðun en nefnir að fjölmargir diplómatar skilji að þeir verði að fara eftir þeim leikreglum sem gilda í gestalandinu og taki í höndina á henni og nefnir hún meðal annars sendiherra og diplómata frá Sádí-Arabíu þar sem trúarleg karlremba er mjög svæsin.

Sjálf segist hún virða reglur og siði landa sem hún er gestur í. Eins og tildæmis í heimsóknum til Íran, þar bregður hún um sig slæðu þó henni sé það þvert um geð.

Þetta árið ákvað sendiherra Írans að sitja heima frekar en að mæta í veislu danska þingsins og taka í höndina á forseta þingsins - vegna þess eins að hún er kona.