Erlent | 05.March

Pakistanar taka loks á hryðjuverkahópum

Pakistönsku yfirvöld sögðu í yfirlýsingu að þau væru byrjuð að herja á skæruliðahópa, tóku 44 meðlimi bannaðra samtaka til fanga, þar á meðal nána ættingja eins leiðtoga sem er sagður hafa staðið fyrir banvæna sprengjuárás á Kasmír - hlutans sem Indland stjórnar í síðasta mánuði.

Innanríkisráðuneytið sagði að það væri að fara að ,,flýta fyrir aðgerðum gegn öllum bönnuðum samtökum". Embættismenn sögðu að það væri hluti af langtíma áætlun og stefnu stjórnvalda gegn bardagahópum, en væri ekki bein viðbrögð við reiði indverskra stjórnvalda sem segja að yfirvöld í Islamabad hafa mistekist að takast á við hryðjuverkahópa og aðra herskáa hópa sem staðsettir eru á pakistanískri grundu.

Pakistan stendur frammi fyrir þrýstingi stórvelda til að bregðast við herskáa hópa sem framkvæma árásir á Indlandi, þar á meðal hryðjuverkahópinn Jaish-e-Mohammed (JeM), sem lýsti yfir ábyrgð á 14. febrúar árásinni síðastliðinni sem drap að minnsta kosti 40 indverska sérsveitalögreglumenn.

Atvikið leiddi til alvarlegustu átaka sem hafa orðið síðastliðin ár á milli hinu kjarnorkubúnu nágrannaríki vegna Kasmír. Spennustigið minnkaði þegar pakistönsku stjórnvöld skiluðu til baka herþotuflugmann sem skotinn var niður yfir pakistanska hluta Kasmír.