Erlent | 05.February

,,Oumuamua er geimskip," segir Harvard prófessor

Virtur háskólaprófessor við Harvard neitar að falla frá fullyrðingu sinni um að geimskip, gert af óþekktri tækni gæti verið á leiðinni framhjá sporbaug Júpíters núna á þessari stundu.

Avi Loeb, sem er einn af virtustu stjörnufræðiprófessorum heims, og á að baki fjölda útgefna verka í stjörnufræði, álítur að geimhluturinn – kallaður ,,Oumuamua“ sem stjörnufræðingar tóku fyrst eftir árið 2017, gæti verið frá annarri siðmenningu.

,,Ef líta má á fyrirbrigðið sem gervihlut, þá er einn möguleikinn sá að Oumuamua sé ljóssegl sem flýtur í djúpgeimnum og sé nokkuð konar brak frá háþróuðum tæknibúnaði“, skrifuðu þeir Loeb og kollegi hans Shmuel Bialy í Astrophysical Journal Letters í nóvembermánuði síðastliðinn samkvæmt frásögn Washington Post.

Síðan Loeb kom með hina óvæntu yfirlýsingu á síðasta ári, hafa margir vísindamenn gagnrýnt hann fyrir að bjóða upp, að þeirra mati, tilkomumestu kenningu á hlutnum sem hægt er að hugsa sér.

,,Oumuamua er ekki framandi geimskip, og höfundur þessarar kenningar varpar rýrð á vísindalegar rannsóknir með því jafnvel að leggja fram slíka hugmynd,“ skrifaði Paul M. Suffer stjörnufræðingur hjá Ohio State háskólanum í tvítti. Aðrir vísindamenn hafa verið diplómatískari og hafa ekki gagnrýnt opinberlega staðhæfingu Loeb, og aðeins sagt að hluturinn sé líklega einhvers konar klettur eða berg, hvort sem það sé að ræða brot af smástirni eða halastjörnu.

En Loeb þrjóskast við með þessa kenningu og vísar því frá að þetta sé klettur og sést það best á því að það hreyfist of hratt fyrir óvirkt steinstykki. Hann sagði við Washington Post að hluturinn sé langur en ekki meira en eins millimetra þykkur og að hann sé svo léttur að sólskinið sé að flytja hlutinn út úr sólkerfinu.

,,Margir bjuggust við að þegar þessu yrði ljóstrað upp, að ég myndi bakka með kenninguna sem ég gerði ekki,“ sagði Loeb, ,,en ef einhver sýnir mér sannanir fyrir hinu gagnstæða, þá mun ég sannarlega bakka með fullyrðingu mína.“

,,Þetta breytir hugmyndum okkar um veruleikann, bara það að vita að við séum ekki alein,“ hélt hann áfram. ,,Við erum að berjast um landamæri og auðlindir...að það myndi láta okkur líða eins og hluta af reikistjörnunni jörð sem ein siðmenning frekar en einstök þjóð sem hugsar um eigin hagsmuni.“

Jafnvel þótt kenningar hans hafi vakið athygli um allan heim, og þrátt fyrir gagnrýni samstarfsmanna hans, segir Loeb að hann sé ekki hræddur við hugsanlegar afleiðingar af því að breiða út kenningar sínar.