Erlent | 08.January

Óttast að olíuskip springi í loft upp

Mikill eldur logar í olíuskipi fyrir utan Shanghai. Eldurinn hefur logað í skipinu í 36 klukkutíma og nú er óttast að hið 274 metra olíuskip springi í loft upp með hrikalegum umhverfisafleiðingum. Einum skipverja hefur verið bjargað af 32 manna áhöfn olíuskipsins.

Kínverska strandgæslan hefur unnið að því að reyna að slökkva eldinn. Ekki er nákvæmlega vitað hvað mikið að olíu hefur sloppið út í hafið en yfirvöld segjast óttast að þetta geti orðið mesta olíuslys síðan 1991 þegar 260 000 tonn af olíu láku úr skipi við strendur Angóla, í skipinu eru 135 000 tonn af olíu.

Eldurinn kviknaði eftir að olíuskipið lenti í árekstri við kínverskt vöruflutningaskip