Erlent | 08.June

Óhræddur að slá grasið meðan fellibylur nálgast

Hann var óhræddur þessi maður í Albertafylki í Kanada og sló grasið heima hjá sér í rólegheitum meðan ógnvænlegur fellibylur nálgaðist að því er virtist.

Myndin hefur farið vítt um netheima. Eiginkona hans Cecilia Wessels sem tók myndina segir þetta líta verr út á myndinni en það í raun gerði.

Fellibylurinn hafi verið í tveggja kílómetra fjarlægð en líti út fyrir að vera mikið nær á myndinni. Cecilia sagði í samtali við BBC að bylurinn hafi síðan einfaldlega fjarað út.