Erlent | 29.August

Norskur ráðherra veldur titringi fyrir að heimsækja eitt af „No go zoner“ hverfum Stokkhólms

Heimsókn Sylvi Listhaug til Svíþjóðar hefur valdið miklum titringi í norskum og sænskum stjórnmálum. Erna Solberg forsætisráðherra hefur þurft að hvessa sig hressilega til að verja ráðherra sinn í innflytjendamálum, Sylvi Listhaug. Norska ríkisútvarpið segir frá því að leiðtogi Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar á Íslandi, hafi algjörlega misst sig við fréttir af því að norski ráðherrann hafi heimstótt úthverfi Stokkhólms, Rinkeby í dag, en hverfið er eitt af þeim hverfum sem sænska lögreglan hefur skilgreint sem hverfi sem hún hefur enga stjórn á. Hverfið er eitt af þessum svo kölluðu „No go zoner“.

Segir ríkisstjórnina stimpla Norðmenn sem hatursfulla

Leiðtogi norskra Verkamannaflokksins Jonas Gahr Støre hefur sakað ríkisstjórn Solbers um að stimpla Norðmenn í augum umheimsins sem hatursfulla vegna heimsóknar Listhaug í hverfið.

Forsætisráðherrann hefur svarað Støre fullum hálsi og sakað hann um að vera á pólitískum nornaveiðum. Hún segir Støre þvert á móti vera manninn sem sé að dreifa því að Norðmenn séu hatursfullir og það sé sorglegt. Jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa gengið í lið með félögum sínum í Noregi í fordæmingu á heimsókn Listhaugs í hverfið og sakað hana um hafa komið til að „hræða“ en ekki til að kynna sér þann vanda sem Svíar hafa komið sér í vegna óhefts straums innflytjenda. Erna Solberg segir að það sé leitt hvernig ástandið sé orðið í Svíþjóð, og það sé leitt að hinn sænski ráðherra innflytjendamála hafi aflýst fundi sínum með Listhaug. Hún segist vera hissa á að Støre lýsi vanþóknun sinni á að ráðherra frá Noregi heimsæki Svíþjóð þegar meðlimir Verkamannaflokksins norska hafi sjálfir verið iðnir við það.