Erlent | 13.June

Norður Kórea lætur amerískan ríkisborga lausan

Otto Warmbier sem handtekinn var í Norður Kóreu og dæmdur í 15 ára fangelsi hefur verið látin laus. Þetta hefur verið staðfest af bandarískum stjórnvöldum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að maðurinn sé í dái og sé látinn laus af mannúðarástæðum.

Warmbier var dreginn fyrir rétt 2016 þar sem hann játaði grátandi að hafa ætlað sér að stela áróðursborða. Hvort koma bandaríska körfuboltakappans Dennis Rodman til Norður Kóreu eigi einhvern þátt í lausn Warmbier er ekki staðfest en það er heldur ekki ólíklegt en vinskapur er með Rodman og Kim Jong-un einræðisherra landsins.

Sjónvarpið í Norður Kóreu sýndi myndir frá því þegar Warmbier játaði grátandi fyrir rétti að hafa ætlað sér stela áróðursborðanum.