Erlent | 16.April

Nettó í Danmörku býður plastpoka með skilagjaldi

Verslanir Nettó á Fjóni í Danmörku hafa tekið upp þá nýjung að bjóða viðskiptavinum að kaupa plastpoka með skilagjaldi.

Hingað til hefur verið hægt að skila plastflöskum og dósum gegn skilagjaldi. Þetta er óneytanlega áhugaverð nálgun segja umhverfisverndarsinnar.

Viðskiptavinir verslunarinnar hafa tekið þessu framtaki fagnandi að því að Danska ríkisútvarpið skýrir frá.

Þetta er hluti af samfélagslegri ábyrgð segja forsvarsmenn Nettó. Menn hafa orðið meira meðvitaðri um þá mengun sem er af plasti og hafa fréttir af gríðarlegu magni af plasti í höfunum og fréttir af örplasti í drykkjarvatni hreyft við fólki.

Skilagjaldið er ein króna dönsk eða um 16 krónur íslenskar.