Erlent | 10.April

Nei, á að þýða nei segja sænskir stjórnmálamenn

Sænski fréttamiðilinn Aftonbladet fjallar í dag um þá staðreynd að hinn 39 ára gamli Úsbeki, Rakhmat Akilov sem játað hefur á sig hryðjuverkið í Stokkhólmi, hafði fengið tilkynningu um að honum hefði verið synjað um hæli í Svíþjóð fyrir mörgum mánuðum síðan en lögreglunni ekki tekist að hafa upp á honum til að vísa honum úr landi. Blaðið spyr nokkra stjórnmálamenn tveggja spurninga um hvað þeim finnist um þá staðreynd að manninum hefði verið synjað um hæli en hann ekki fundist til að framfylgja þeirri ákvörðun eftir og hvað þeim finnist um þá staðreynd að nú þegar séu um 10 þúsund persónur í Svíþjóð sem synjað hefur verið um hæli en lögreglunni ekki tekist að hafa upp á og hvað sé hægt að gera í málinu.

Allir á einu máli

Blaðið ræðir meðal annars við leiðtoga Moderata, Önnu Kinberg Batra og Jimmie Åkeson leiðtoga Svíþjóðar demókrata og fleiri.

Öll virðast þau á einu máli um að það sé ótækt að fólk sem hefur fengið neitum um hæli geti falið sig frá yfirvöldum svo ekki sé hægt að framfylgja ákvörðuninni og flytja fólkið úr landi. Allir stjórnmálamennirnir sem rætt er við telja að lögreglan verði að fá frekari úrræði til að geta framfylgt brottvísun. Anna Kinberg leiðtogi Moderata segir að Svíar verði að fjölga í lögreglunni til að ráða við ástandið. Jimmie Åkeson leiðtogi SD tekur undir það og segir að það sé ekki góð tilhugsun að vita til þess að það séu á bilinu 10 til 15 þúsund persónur týndar í landinu eftir að hafa fengið brotvísun. Hann segir það fjarstæðukennt ástand að það séu hugsanlega mörg þúsund hryðjuverkamenn í felum í Svíþjóð.