Erlent | 19.November

Mugabe settur af í dag

ZANU-PF flokkur Mugabes forseta Zimbabwe, heldur nú fund þar sem borin verður fram tillaga um að setja forsetann af. Líklega verður forsetinn ásamt helstu stuðningsmönnum rekinn úr flokknum í dag. Á fundinn eru mættar allar flokksdeildir flokksins í landinu. Fjölmiðlar segja að hátíðarstemming ríki á fundinum.

Búist er við að fundurinn muni samþykkja að varaforseti landsins taki við forsetaembættinu.

Ungliðahreyfing flokksins, sem upphaflega fordæmdi aðgerðir hersins, hefur nú snúið við blaðinu og krefst þess að Mugabe og eiginkona hans Grace Mugabe verði rekinn úr flokknum.

Þá hafa talsmenn stjórnarandstöðunnar gefið í skyn að Mugabe verði dreginn fyrir dómstóla fyrir glæpi gegn íbúum Zimbabwe.