Erlent | 20.November

Mugabe sagði ekki af sér

Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, sagði ekki af sér í dag eins og talið var að hann myndi gera. Hann ávarpaði þjóðina í dag og minntist ekki einu orði á ástandið í landinu. Fréttaskýrendur segja að greinilegt sé að reynt er að tala um fyrir forsetanum og honum gefin tækifæri til að koma fram opinberlega og tilkynna afsögn sína. Það hefur hann ekki gert og nú eru fjölmiðlar í landinu farnir að tala berlega um að hann verði hugsanlega lögsóttur. Er það talið merki um að yfirmenn hersins séu að missa þolinmæðina. Eiginkona hans og helstu samstarfsmenn hafa verið rekin með skömm úr [stjórnar]flokknum og þau sökuð um að misnota aðstöðu sína og veikleika Mugabe sökum aldurs hans.

Talsmaður ríkisstjórnarflokksins, sem er flokkur forsetans, segir að nú þegar muni þing landsins hefjast handa við ferlið að svipta forsetann völdum. Því ferli geti lokið á miðvikudag. Ástæðurnar sem taldar eru upp eru að forsetinn hafi misnotað völd sín, hafi brotið stjórnarskrána og sé óhæfur til að stjórna landinu.