Erlent | 19.March

Mikil fjölgun í barneignum sýrlenskra kvenna í Danmörku

Sýrlenskar konur eru nú í öðru sæti í barneignum í Danmörku. Sérfræðingar segja að í framtíðinni verði Danir brúnir á hörund. Ástæðan er sá mikli flóttamannastraumur sem hefur verið til Danmörku síðastliðið ár. Tölurnar sem byggt er á eru frá Danmarks Statistik sem er eins konar Hagstofa þar úti. Enn sem komið er eru Danir sjálfir í fyrsta sæti. Tölurnar sýna að fimmta hvert barn sem fæddist í Danmörku er af erlendu foreldri eða af annarri kynslóð innflytjenda.

Eins og við er að búast eru sérfræðingar ekki á eitt sáttir um hvort þessi þróun sé til hins betra eða verra. Sumir tala um að það sé gott að fólki fjölgi í landinu. Aðrir telja þetta ógni stöðuleika í samfélaginu.

Tölfræðin er tekin saman á vefmiðli Politiken.