Erlent | 15.February

Mikil aukning mislinga í Evrópu

Tilfelli mislinga í Evrópu hafa aukist mikið samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunninni (WHO). Tilfellin í fyrra í Evrópu voru 15 sinnum fleiri en frá því 2016.

Stofnunin hefur miklar áhyggjur af þróuninni og hefur gefið út aðvörun. Aukning hefur ekki bara orðið í Evrópu heldur í heiminum öllum.

Samkvæmt sérfræðingum WHO eru ekki nærri öll tilfelli mislinga tilkynnt og talið er að undir tíu prósent tilfella séu tilkynnt sem þýðir að í raun eru margar milljónir manna smituð um heim allan. Vitað er um 229 þúsund tilfelli í fyrra og er fresturinn sem heilbrigðisyfirvöld um heim allan hafa til að skila inn skýrslu um fjölda tilfella þó ekki liðinn en fresturinn rennur út í apríl.

Árið 2017 var tilkynnt um 170 þúsund mislinga tilfelli. Samkvæmt WHO voru tilfelli í heiminum á stöðugri niðurleið þar til 2016 að skyndilega varð mikil aukning á mislingum í heiminum.

Mikil fjölgun tilfella í vanþróuðum löndum er vegna skorts á lyfjum til bólusetningar en aukningin í þróuðum löndum er einfaldlega vegna ónógra bólusetninga en margir foreldrar trúa því að bólusetningar gegn mislingum geti haft þær aukaverkanir að barnið þrói með sér einhverju.